Óska eftir myndum frá Sparisjóðsmótinu

Iðkendur/forráðamenn

Allir þeir sem tóku myndir af Sparisjóðsmótinu um helgina og eru til í að senda mér nokkrar til að setja inná síðuna, þá endilega sendið þær til mín á

netfangið; krikri@akmennt.is

Með fyrirfram þökkum

Kristín K

Fjáröflun

Til að styrkja börnin okkar og félagið erum við með wc- og eldhúspappír  til sölu, þ.e.

börnin /foreldrar þeirra geta fengið hjá okkur pappír til að selja vinum og ættingjum.

Við erum einnig búin að gera samning við Endurvinnsluna um að þeir taki flöskur, dósir og gler sem fer inn á sér reikning. Taka þarf fram að það sé verið að leggja þetta inn á Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar og það þarf að kvitta fyrir það sem lagt er inn með nafni barns og/eða foreldra upp í endurvinnslu. 

Þeir peningar sem safnast með þessu móti munu renna í sameiginlegan sjóð sem notaður verður til að borga niður kostnað vegna ferð á mót, m.a. til að greiða niður gistingu, rútu osfrv. Einnig til að gera eitthvað skemmtilegt með og fyrir iðkendur í  yngri hópunum sem ekki fara í keppnisferðir.

Allar hugmyndir um frekari fjáröflun til að styrkja Iðkendur í Listhlaupadeildina okkar eru vel þegnar.

Ef ykkur vantar upplýsingar hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða 462-5804

Icelandair Cup

Kvennaliðið er nú í Reykjavík að taka þátt í Icelandair Cup í boði Bjarnarins.   Stelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöldið gegn Bison Ladies og gerðu sér lítið fyrir og unnu þann leik 4 - 1.  Mörkin skoruðu Sólveig Smáradóttir, Guðrún Blöndal, Jóhanna Sigurbjörg og Anna Sonja.

Í gærkvöldi spiluðu þær gegn Kingston Dimonds, sem talið er sterkasta liðið á mótinu, og töpuðu fyrir þeim 3 - 0.  Þær voru engu að síður ánægðar með árangurinn gegn sterku liði. 

Í dag spilar liðið tvo leiki, þann fyrri nú í hádeginu gegn dönsku liði og þann síðari í kvöld gegn Birninum.  Síðasti leikur liðsins verður svo á morgun.

Úrslit Sparisjóðsmóts!

Við óskuð öllum til hamingju með vel heppnað Sparisjóðsmót.  Allir stóðu sig vel bæði keppendur og þeir sem sýndu okkur listir sínar í hléi.  Úrslit mótsins eru undir "lesa meira".

SA - Björninn

Á eftir kl. 18.00 spila í öðrum flokki SA og Björninn í Skautahöllinni á Akureyri.

Sigur í 2. flokki

Í kvöld spiluðu 2. flokks strákarnir okkar gegn Birninum hérna í Skautahöllinni á Akureyri.

Jafnræði á Icelandair cup

Kvennalið SA spilaði tvo leiki í dag á icelandair cup í Egilshöll.  Sigurvissar fóru í þeir í fyrri leikinn og ætlu sér að rúlla honum upp á nýju markameti.  Andstæðingarnir voru danskir og voru ekki á því að gefa neitt og leiknum lauk með 1 – 1 jafntefli.  Okkar stelpur voru í sókn meira eða minna allan tímann, allt kom fyrir ekki.  Eina mark liðsins skoraði Sólveig Smáradóttir.

Í kvöld mættust svo SA og Björninn í æsispennandi leik sem einnig lauk með jafntefli, 3 – 3.  Mörk SA skoruðu Anna Sonja, Steinunn og Jóhanna Sigurbjörg.

Til iðkenda 3. hóps!

Á miðvikudaginn sl. fengu iðkendur 3. hóps bréf heim til foreldra/forráðamanna. Þar komu fram ýmsar upplýsingar í sambandi við Sparisjóðsmótið á laugardaginn 28. október. Í bréfinu var farið yfir hverjir væru að keppa og hverjir væru að sýna. Þeir sem keppa á mótinu úr 3. hópi eru: Guðrún Brynjólfsdóttir, Guðbjörg Þóra, Freydís Björk, Sólbjörg Jóna og Halldóra Hlíf. Allir hinir munu sýna listir sínar í fyrra hléi. Þar munu krakkarnir sýna hvað þeir hafa lært það sem af er þessum vetri. Þau eiga að koma í snyrtilegum klæðnaði (má koma í skautakjól). Allir sem munu sýna eiga að mæta kl. 9 í höllina og geta horft á þar til tilkynnt verður að þau eigi að fara niðrí klefa að klæða sig í skautana. Svo bíða börnin í klefanum og þjálfari kemur og nær í þau. Þær sem eru að keppa eiga að mæta kl 8. Þar hitta þær þjálfara sem lætur þær fá allar upplýsingar og hjálpar þeim að hita upp. Einhverjir voru ekki mættir og eru foreldrar/forráðamenn þeirra beðnir um að hringja í Helgu (6996740) ef eitthvað er óljóst!

Mót og viðburðir listhl.deildar S.A.

                                            
Sparisjóðsmót 

28.okt 2006

Keppendur eru M. U. 5. 4. 3hópur eldri iðkendir
                                              
Jólamót S.A. Nánar augl síðar
Jólasýning 17. desember
 Allir iðkendur SA taka þátt.  
Akureyrarmót 31.mars 2007
 Innanfélagsmót
Byrjendamót SA  Nánar auglýst síðar
Öll félög geta tekið þátt
                              
Vorsýning                                                       19. apríl  2007
Allir iðkendur SA taka þátt   

SR - SA; 5 - 2

Meira um leikinn á laugardaginn.