15.10.2006
Meistaraflokkur S.A. mátti sætta sig við tap gegn birninum á laugardaginn s.l. Leikurinn endaði 6-3. Leikurinn var þó jafn, og spurningin aðeins um hverjir mundu skora fleiri mörk. Bæði lið spiluðu ágætis hokki miðað við aðstæður, en frystivélinn tók uppá því 2 tímum fyrir leik að drepa á sig þannig að aðeins var heflað á milli lota en ekki flætt. S.A. menn voru ekki með fullskipað lið en þeir Elvar Jónsteinsson, Sigurður Sveinn Sigurðsson, Elmar Magnússon, og Ómar Smári Skúlason komust ekki í leikinn. Markverjan Sæmundur Leifsson stóð á milli stangana og bjargaði S.A. mönnum frá því að ekki voru fleiri mörk skoruð. Mörk S.A. voru skoruð af Helga Gunnlaugs, og Steina Grettirs. Næsti leikur S.A. verður á útivelli gegn meisturum síðasta árs S.R. og verður hann leikinn á laugardaginn 21 okt. ÁFRAM S.A. !!
13.10.2006
Til að styrkja börnin okkar og félagið erum við með wc- og eldhúspappír til sölu, þ.e. börnin /foreldrar þeirra geta fengið hjá okkur pappír til að selja vinum og ættingjum. Við erum einnig búin að gera samning við Endurvinnsluna um að þeir taki flöskur, dósir og gler sem fer inn á sér reikning. Það þarf að kvitta fyrir það sem lagt er inn með nafni barns og/eða foreldra. Þessir peningar verða síðan notaðir bæði í keppnisferðir og að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ef ykkur vantar upplýsingar hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða 462-5804
13.10.2006
28. október n.k. verðum við hjá Listhlaupadeildinni með innanfélagsmót tileinkað Sparisjóð Norðlendinga sem eru styrktaraðilar mótsins. Nánari upplýsingar koma fljótlega um keppendur og fleira.
13.10.2006
Annað kvöld keppir SA við Björninn í meistaraflokki. Mæting við Skautahöllina kl. 11.30 brottför kl. 12.00
13.10.2006
Foreldrar M, 5, 4, 3 og U hóps. Munið fundinn á morgun í Skautahöllinni með Þjálfurunum Helgu og Hönnu kl: 13:00 14/10 2006. Veitingar í boði Kexsmiðjunar.
12.10.2006
Dagskrá 4.flokks mótsins í Egilshöll um helgina hefur verið breytt verulega,
hægt er að skoða nýju dagskránna hér.
12.10.2006
Viltu læra að skauta.
Fjögurra vikna leikjanámskeið á skautum fyrir stelpur og stráka á aldrinum 4-5 ára og 6-7 ára hefst sunnudaginn 15. október. Kennt verður einu sinni í viku á sunnudögum milli kl. 16:15 og 17:00. Námskeiðsgjald verður kr. 2000. Skráning verður á staðnum á milli kl. 15:30 og 16:10 sunnudaginn 15. október.
Ath. að Skautahöllin leggur til skauta og hjálma endurgjaldslaust meðan á námskeiði stendur.
10.10.2006
Vegna ferðar til Reykjavíkur næstu helgi verðum við í Skautahöllinni (fundarherbergi) fimmtudaginn 12. október frá kl. 18-19 og tökum á móti greiðslu sem er 11.000 kr., þeir sem eiga inneign í sjóði geta látið hana ganga upp í greiðslu. Ath! ekki er hægt að greiða með korti. Einnig munum við afhenda lista yfir það sem þarf að hafa með.
Allar nánari upplýsingar veitum við á fimmtudaginn. Foreldrafélagið
09.10.2006
Björninn hefur gefið út Dagskrá fyrir 4.fl. Landsbankamótið um næstu helgi
09.10.2006
Fundurinn á laugardag er einnig ætlaður fyrir 3 hóp og gott væri að sem flestir sæu sér fært að mæta. Helga kemur einnig á fundinn.