Íslenska U-20 liðið í 5. sæti á HM

Íslenska U-20 landsliðið okkar í íshokkí náði 5. sætinu á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Laugardal með sigri á Tapei í síðasta leik sínum á mótinu. Niðurstaðan er nokkur vonbrigðið en þrátt fyrir það þá stóð liðið sig vel og vann liðið alla sína leiki nema einn, en það kom í veg fyrir að liðið myndi keppa til úrslita í mótinu. Tyrkland náði 3. sætinu í mótinu með sigri á Búlgaríu og Kína stóð uppi sem sigurvegari í mótinu með öruggum sigri á Ástralíu í úrslitaleiknum og fer því upp í 2. deild. Okkar maður hann Sigurður Freyr Þorsteinsson fyrirliði liðsins var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Annar uppalinn SA leikmaður hann Heiðar Kristveigarsson var valinn besti sóknamaður heimsmeistaramótsins og Axel Orongan var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins.

MaggaFinns mótið 2019 um helgina

Heldi manna mót MaggaFinns2019 verðu haldið hátíðlega um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið er til minningar um fyrverandi formann íshokkídeildarinnar til fjölda ára, Magnús Einar Finnsson, en mótið hefur verið einn af hápunktum Oldboys mótanna á Íslandi til fjölda ára. Mótið hófst í gærkvöld með innbyrðisleikjum norðan liðanna en mótið heldur áfram föstudagskvöld frá kl. 21.15 og klárast á laugardag. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan.

Hafþór Andri tekinn við sem yfirþjálfari yngri flokka

Hafþór Andri Sigrúnarson hefur tekið við stöðu yfirþjálfara hjá yngri flokkum íshokkídeildarinnar. Hafþór hefur verið verið yfirþjálfari á ísnum í haust en tekur nú einnig yfir öllu skipulagi líkt og hann gerði á vorönn 2017. Hafþór er ráðin út tímabilið en Sarah Smiley er farin í barneignafrí. Öllum fyrirspurnum skal því héðan í frá beina til Haffa í gegnum facebook eða með tölvupósti á haffisigrunar@gmail.com

Fyrsta innanfélagsmót vetrarmótaraðarinnar á sunnudag

Fyrsta innanfélagsmótið í vetrarmótaröðinni hjá hokkídeildinni hefst núna á sunnudag. Iðkenndur og foreldrar eru beðnir um að kynna sér liðin og mætingar tíma og láta Hafþór Andra vita ef forföll verða með góðum fyrirvara. Hafþór er nú orðinn yfirþjálfari yngri flokka en Sarah er komin í barneignafrí. Liðin og leiktíma má sjá hér.

Árni Grétar Krullumaður ársins 2018

Árni Grétar Árnason var valinn krullumaður ársins.

Silvía Rán í öðru sæti hjá íþróttakonum ársins á Akureyri 2018

Kjöri íþróttamanna Akureyrar var lýst í Hofi í gær við hátíðlega athöfn og var íshokkíkonan Silvía Rán Björgvinsdóttir úr SA í 2. sæti. Silvía bætti þar með enn einni rósinni í hnappagatið hjá sér en þetta eru fimmtu verðlaunin sem hún hlýtur fyrir frammistöðu sína á árinu 2018. Hún var valinn besti sóknarmaður Heimsmeistaramótsins á Spáni, valin íshokkíkona íshokkídeildarinnar, íshokkíkona ársins hjá ÍHÍ, íþróttakona SA og svo núna í 2. sæti í Íþróttakonu Akureyrar. Við óskum Silvíu hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Silvía Rán Björgvinsdóttir og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA 2018

Silvía Rán Björgvinsdóttir og Jóhann Már Leifsson hafa verið hlotið nafnbótina íþróttakona og íþróttakarl SA fyrir árið 2018. Bæði tvö voru valin íshokkífólk íshokkídeildarinnar á dögunum en einnig íshokkífólk ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Þau eru því tilnefnd af Skautafélaginu til íþróttafólks Akureyrar 2018 en kjörið fer fram miðvikudaginn 16. janúar kl. 17.30 í Hofi en öllum bæjarbúum er boðið í kjörið.

Íslenska U-20 íshokkílandsliðið hefur keppni í dag

Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 3. deild sem fram fer í Laugardal og stendur yfir fram á næsta sunnudag. Ísland mætir Ásralíu í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 17.00 og er sýndur í beinni útseningu hér.

Ferðalangar komnir heim að lokinni keppni í Lake Placid

Þá eru þær stöllur Júlía Rós Viðarsdóttir, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Darja Zaychenko þjálfari komnar heim að lokinni fer á International childrens winter game sem fram fóru í Lake Placid í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Marta María Jóhannsdóttir fulltrúi ÍSS á Ólympíuhátíð Evrópsku æskunnar, e. European Youth Olympic Festival (EYOF

Það gleður okkur að tilkynna að Marta María Jóhannsdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Vetrar Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar (European Youth Olympic Festival), sem fer fram í Sarajevó, Austur-Sarajevó og Bosníu-Hersegóvínu, dagana 9. - 16. febrúar, 2019.