20.10.2018
SA Víkingar mæta HC Donbass í dag kl. 11.00 en streymið má finna á þessari síðu vinstra megin í valmyndinni undir Continental Cup.
19.10.2018
Leikur Víkinga gegn Kurbads Riga verður sýndur í Lettneska sjónvarpinu svo ekki er alveg öruggt hvort hægt verði að sjá hann en hér er streymið. Leikurinn hefst kl. 16.30.
19.10.2018
Mánudaginn 22. október verður frí í krullunni.
18.10.2018
SA Víkingar ferðuðust til Riga í Lettlandi í gær og hefja leik í 3. umferð Evrópukeppninnar á morgun þegar liðið mætir heimaliðinu Kurbads Riga. Leikurinn hefst kl. 16.30 á íslenskum tíma og verður eflaust sýndur á netmiðlum en slóðinn á leikinn kemur á heimasíðuna á morgun. Liðið mætir svo HC Donbass frá Úkraníu á laugardag kl. 11.00 og Txuri-Urdin San Sebastian á sunnudag kl. 11.00.
16.10.2018
Bikarmót ÍSS fór fram í laugardalnum um nýliðna helgi þar sem LSA eignaðist 3 bikarmeistara, auk þess að koma heim með eitt silfur og eitt brons.
15.10.2018
Þriðja umferð verður leikin í kvöld.
11.10.2018
Barnamót Greifans í íshokkí verður haldið hjá okkur í Skautahöllinni um helgina. Um 160 börn eru skráð til leiks og verður leikið á laugardag og sunnudag en dagskrá mótsins má sjá hér. Leikið er í 4 flokkum, 5. 6. og 7. flokki ásamt krílaflokki. Liðsskipan SA liðanna má finna hér. Við hvetjum alla sem hafa gaman af íshokkí til að mæta í stúkuna og sjá öll glæsilegu börninn okkar að leik.
09.10.2018
SA Víkingar unnu góðan 6-1 sigur á SR í fyrsta leik Víkinga í Hertz-deildinni á tímabilinu. SA Víkingar byrja vertíðina vel og eru ósigraði í síðustu 6 leikjum í öllum keppnu. SR-liðið hefur tekið miklum breytingum frá síðustu leiktíð og var sigurinn kannski full stór miðað við spilamennsku þeirra. SR eru enn án 4-5 erlendra leikmanna og landsliðmanna sem eiga eftir að bætast við hópinn svo þeir verða án efa í toppbaráttunni í vetur eftir nokkur mögur tímabil.
04.10.2018
SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í opnunarleik tímabilsins í Herz-deildinni laugardaginn 6. október á heimavelli í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 17.30 og miðaverð er 1000 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. SA Víkingar eru sjóðheitir um þessar mundir eftir frábæra framgöngu í lýsisbikarnum og svo í Evrópukeppninni. SR koma væntanlega einnig kokhraustir til leiks eftir sterkann sigur á Birninum í fyrsta heimaleik tímabilsins og því má búast við hörkuleik tveggja góðra liða. Ekki missa af þessu!