Íslandsmót ÍSS, Egilshöll 

3.-5. desember 2010

Lokadagur Skráninga og greiðslu keppnisgjalda er 04.11.2010

Æfing hjá Víkingum í kvöld kl. 18,30

Þar sem leikurinn verður ekki í dag er í staðinn æfing kl. 18,30     kv...Josh

Tímatafla og keppnislisti Frostmótsins A, B og C iðkendur

Tímatafla  birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar - keppendalisti lokaútgáfa fylgir með.  

 A.T.H mæting klukkutíma fyrir keppnistíma

Sunnudagurinn 31. október
 
kl:8:00     8C   (5)
kl:8:25    10C  (5)
kl:8:50    12C  (5)
kl:9:25     NoviceC  (5)
 
kl:9:50 Heflun

kl:10:10    10B (1) og 12B (3) = (4)
kl:10:35    14B (6)
Kl:11:15  12A (4) og Novice A (1)  =(5)
 
Kl:11:45 Keppnislok

kl:12:25 Verðlaunaafhending

Hokkíleikjum helgarinnar frestað

Eftir að hafa fylgst með veðurfréttum kvöldsins hefur ÍHÍ tekið þá ákvörðum að ekki sé forsvaranlegt vegna veðurhæðar að ferðast á milli R.vík og Akureyrar á morgun, laugardag og hefur því frestað leikjum laugardagsins sem fram áttu að fara á Akureyri.

KERTI KOMIN

Kertin eru komin og gott væri ef þið getið sótt þau sem fyrst og borgað þau þegar þið sækið, ÞIÐ SEM GETIÐ ÞAÐ

Allý :o) 8955804/ allyha@simnet.is

Gimli cup hefst mánudaginn 1. nóv.

Everest skautavörur

Signe frá Everest verður með ýmsan skautabúnað til sölu á sunnudag á meðan á mótinu stendur s.s. kjóla, pils, sokkabuxur o.fl. Eftir mótið býðst Íris Kara skautakona til að veita ráðgjöf í sambandi við ýmislegt er viðkemur skautaiðkun t.d. notkun á gelpúðum, val á skautum o.fl.

Hvet alla iðkendur til að kíkja inní Skautahöll á sunnudag milli kl. 8 - 13 hvort  semþeir eru að keppa eða ekki. Skoða úrvalið og styðja okkar stelpur um leið sem eru að keppa.

Stelpuhokkí laugardaginn 30 okt

STELPUHOKKÍDAGURINN verður haldinn  laugardaginn 30.október n.k. milli 13.00 og 15.00 í Skautahöllinni á Akureyri.

Allar stelpur, sérstaklega á aldrinum 6-12 ára, eru boðnar velkomnar til að koma og prófa íshokkí. Þær geta hitt stelpur sem eru að æfa og fengið byrjendaleiðsögn í þessari skemmtilegu íþrótt. Landsliðsstelpurnar okkar verða á staðnum og fá allir sem vilja tekna ljósmynd af sér með þeim í landsliðstreyju. Foreldrum verður boðið upp á kaffi á meðan. Auglýsing

Keppnisröð á Frostmóti

Búið er að draga í keppnisröð fyrir Frostmótið sunnudaginn 31. október

Afhending æfingagalla

Þeir sem pöntuðu æfingargalla geta fengið þá afhenta  í fundarherberginu inn í skautahöll frá kl 17:00-19:00 fimmtudaginn 28 okt.