Bikarmót Krulludeildar 2007

Strax að loknu Akureyrarmótinu í krullu hefst Bikarmót Krulludeildar (2007). Mótið er með hefðbundnu sniði, útsláttarfyrirkomulagi og endar með úrslitaleik tveggja liða.

Akureyrarmótið: Víkingar með eins stigs forystu

Víkingar komust í efsta sæti Akureyrarmótsins þrátt fyrir jafntefli í kvöld, hafa nú 9 stig en fjögur lið koma fast á hæla Víkinga með 8 stig.

Akureyrarmótið - munið að greiða þátttökugjaldið

Ný síða, nýtt merki

 

 

Krulluvefurinn hefur endurfæðst og Krulludeildin hefur fengið sér glæsilegt merki.

Akureyrarmótið í krullu: Allt í járnum

Tveir frestaðir leikir úr 2. og 3. umferð Akureyrarmótsins voru leiknir í kvöld. Öll liðin eiga nú þrjá leiki eftir og munar aðeins fjórum stigum á efsta og neðsta liði.

Akureyrarmótið í krullu - lokaumferð

9. umferð - mánudaginn 14. janúar - lokaumferð og verðlaunaafhending

Braut 2: Skytturnar - Garpar
Braut 3: Víkingar - Mammútar
Braut 4: Bragðarefir - Riddarar
Braut 5: Svarta gengið - Norðan 12
Braut 6: Kústarnir - Fífurnar

Akureyrarmótið í krullu - frestaðir leikir

Miðvikudagskvöldið 2. janúar fara fram tveir frestaðir leikir í Akureyrarmótinu 2007:

Braut 2: Skytturnar - Svarta gengið
Braut 3: Garpar - Mammútar

Krulluvefurinn færður

Krulluvefurinn www.curling.is, heimasíða Krulludeildar SA, hefur nú verið færður undir vef Skautafélagsins hér á www.sasport.is. Megnið af efni vefsins eins og hann var áður hefur verið fært yfir á nýju síðuna en það sem eftir stendur, meðal annars mikið safn mynda, úrslit nokkurra móta og ef til vill eitthvað fleira smálegt, verður fært yfir á næstu dögum og vikum.