02.12.2012
Nú líður að því að krullufólk velji krullara ársins úr sínum röðum innan krulludeildar SA. Allt það krullufólk sem spilað hefur í mótum á vegum deildarinnar á árinu 2012 er í kjöri og getur kosið.
29.11.2012
Mammútar sigruðu Garpa, 8-3, í þriðju umferð Gimli Cup krullumóts0ins í gærkvöldi, en leiknum var frestað sl. mánudag. Með sigrinum hafa Mammútar tryggt sér efsta sætið í Gimli Cup krullumótinu þó svo ein umferð sé enn eftir.
28.11.2012
Garpar og Mammútar mætast í kvöld, en leiknum var frestað sl. mánudag.
26.11.2012
Úrslitin réðust ekki í kvöld þegar fjórða umferð Gimli Cup var spiluð enda var leik toppliðanna frestað vegna forfalla.
23.11.2012
Fimm lið skráð til leiks. Einn leikur í fyrstu umferð. Ice Hunt áfram ásamt Görpum, Mammútum og Skyttunum.
21.11.2012
Fimm lið eru skráð til leiks í Bikarmótinu og því fer aðeins einn leikur fram í fyrstu umferðinini, Fífurnar og Ice Hunt mætast. Garpar, Mammútar og Skytturnar fara beint í undanúrslitin.
19.11.2012
Mammútar eru einir í efsta sætinu að loknum þremur umferðum í Gimli Cup og geta tryggt sér titilinn með sigri í næstu umferð.
18.11.2012
Bikarmót Krulludeildar hefst miðvikudagskvöldið 21. nóvember. Skráningarfrestur er til hádegis sama dag.
16.11.2012
Krullufólk fékk góða gesti sl. miðvikudagskvöld.
12.11.2012
Önnur umferð Gimli Cup krullumótsins fór fram í kvöld. Þrjú lið hafa unnið báða sína leiki og þrjú tapað báðum sínum.