Íslandsmótið í krullu: Aukaleikur um sæti í úrslitum

Í kvöld, mánudagskvöldið 25. mars, mætast Víkingar og Ís-lendingar í aukaleik um sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu 2013.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar með fullt hús

Mammútar luku deildarkeppni Íslandsmótsins með sigri og unnu þar með alla leiki sína í deildinni. Garpar enduðu í öðru sæti deildarinnar en þrjú lið urðu jöfn með þrjá vinninga og þarf aukaleik til að skera úr um það hvaða lið fara í úrslitakeppnina.

Íslandsmótið í krullu: Lokaumferð deildarkeppninnar í kvöld

Í kvöld, mánudagskvöldið 19. mars, fer fram lokaumferðin í deildarkeppni Íslandsmótins í krullu.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar deildarmeistarar

Mammútar tryggðu sér deildarmeistaratitil Íslandsmótsins í krullu með sigri á Görpum í framlengdum leik toppliðanna í gærkvöldi. Tvö lið örugg í úrslit, öll hin eiga enn möguleika.

Íslandsmótið í krullu: 6. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 11. mars, fer fram sjötta umferð Íslandsmótsins í krullu.

Íslandsmótið í krullu: Leikdagar úrslitakeppninnar

Lokaumferðir deildarkeppninnar eiga að fara fram mánudagana 11. og 18. mars. Ekki verður ljóst fyrr en deildarkeppninni lýkur hvort þá verður hægt að fara beint í úrslitakeppni fjögurra liða eða hvort leika þarf aukaleik(i) um það hvaða lið fara í úrslit.

Íslandsmótið í krullu: Einn leikur í kvöld

Í kvöld, mánudagskvöldið 4. mars, verður leikinn frestaður leikur úr 3. umferð Íslandsmótsins í krullu. Fífurnar og Ice Hunt mætast.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar og Garpar öruggir áfram

Tvö lið eru örugg um sæti í úrslitakeppninni að loknum fimm umferðum, en hin fimm eiga öll möguleika ennþá.

Íslandsmótið í krullu: Munið eftir þátttökugjaldinu

Eindagi greiðslu þátttökugjalds í Íslandsmótinu í krullu er 28. febrúar. Hafi lið ekki greitt gjaldið á eindaga er keppni þess þar með lokið.

Íslandsmótið í krullu: 5. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 25. febrúar, fer fram fimmta umferð Íslandsmótsins í krullu.