Okkar menn á leið á EM

Garpar, Íslandsmeistararnir í krullu, halda til Danmerkur í dag og taka þátt í C-keppni Evrópumótsins í krullu fyrir Íslands hönd. Þetta er í sjötta sinn sem krullulið frá SA fer á Evrópumótið.

Dagatal Krulludeildar - og skilaboð frá formanni

Stjórn Krulludeildar hefur sett saman drög að dagatali fyrir veturinn 2013-2014. Þannig getur krullufólk nokkurn veginn áttað sig á mótafyrirkomulagi vetrarins, dagsetningum og öðru sem framundan er.

Ice Hunt á toppinn, Freyjur láta til sín taka

Önnur umferð Akureyrarmótsins í krullu fór fram í gærkvöldi. Ice Hunt hefur unnið báða leiki sína til þessa. Freyjur komu sterkar inn í síðari hluta leiksins gegn Víkingum, jöfnuðu og unnu í aukaumferð.

Akureyrarmótið í krullu, 2. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 30. september fer fram 2. umferð Akureyrarmótsins í krullu.

Akureyrarmótið: Stórir sigrar í fyrstu umferð

Fyrsta umferð Akureyrarmótsins í krullu fór fram í gærkvöldi.

Akureyrarmótið í krullu hefst í kvöld

Fimm lið eru skráð til leiks og verður dregið um töfluröð fyrir fyrstu umferðina.

Akureyrarmótið í krullu hefst mánudaginn 23. september

Skráningarfrestur í Akureyrarmótið er til hádegis mánudaginn 23. september. Fyrsta umferð er þá um kvöldið og jafnframt verður dregið um töfluröð.

Akureyrarmótið í krullu hefst 16. september

Ætlunin er að hefja keppnistímabilið í krullu með Akureyrarmótinu mánudagskvöldið 16. september. Fyrir fyrsta keppniskvöldið verður dregið um töfluröð og þá kemur í ljós hvaða lið mætast í fyrstu umferð.

Krullan að fara í gang

Mánudagskvöldið 2. september verður fyrsta krulluæfingin á þessu hausti, á hefðbundnum æfingatíma Krulludeildarinnar.

Nýr formaður Krulludeildar

Haraldur Ingólfsson var í gær kjörinn formaður Krulludeildar á aðalfundi deildarinnar. Smávægilegur hagnaður varð á rekstri deildarinnar á liðnu ári.