11.11.2013
Sex lið eru skráð til leiks í Gimli Cup krullumótinu. Mótið hefst í kvöld, en fyrir fyrstu umferð verður dregið um töfluröð. Áður en undirbúningur fyrir Gimli Cup hefst í kvöld verða afhent verðlaun fyrir Akureyrarmótið í krullu sem lauk fyrir viku. Dagskráin hefst kl. 19.45 og er krullufólk því hvatt til að mæta snemma í kvöld.
05.11.2013
Lokaleikur Akureyrarmótsins í krullu fór fram í gærkvöldi. Garpar sigruðu Freyjur örugglega, 10-1, og náðu þar með þriðja sætinu.
04.11.2013
Í kvöld fer fram lokaleikur Akureyrarmótsins í krullu. Verðlaunaafhending verður mánudaginn 11. nóvember, við upphaf Gimli Cup.
04.11.2013
Skráning í næsta krullumót, Gimli Cup, er hafin. Leikið verður á mánudagskvöldum í nóvember og fram í desember. Ef fresta þarf leik verður spilað á miðvikudagskvöldi.
29.10.2013
Lið Mammúta er Akureyrarmeistari í krullu og fór taplaust í gegnum mótið. Ice Hunt tryggði sér annað sætið. Eftir er að leika einn frestaðan leik.
28.10.2013
Í kvöld, mánudagskvöldið 28. október, fer fram lokaumferð Akureyrarmótsins í krullu.
22.10.2013
Með sigri á Freyjum tryggðu Mammútar sér Akureyrarmeistaratitilinn í krullu 2013 þó svo að ein umferð sé eftir af mótinu.
21.10.2013
Í kvöld, mánudagskvöldið 21. október fer fram 4. umferð Akureyrarmótsins í krullu.
15.10.2013
Þriðja umferð Akureyrarmótsins í krullu hófst í gær með leik Mammúta og Ice Hunt, en leik Garpa og Freyja var frestað.
15.10.2013
Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 16. október, verður engin krulluæfing þar sem við skiptum á laugardagstímanum við mfl. karla í hokkí. Í staðinn ætlum við að hittast í Keilunni, spjalla og taka leik... eða eitthvað.