Íslandsmótið í krullu: Garpar í úrslitaleikinn

Garpar sigruðu Mammúta og Ice Hunt sigraði Freyjur í fyrstu umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu í gærkvöldi.

Íslandsmótið í krullu: Úrslitakeppnin hefst í kvöld

Fyrsta umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu verður spiluð í kvöld, mánudagskvöldið 10. mars. Þá mætast Garpar og Mammútar annars vegar og Ice Hunt og Freyjur hins vegar.

Íslandsmótið í krullu: Garpar deildarmeistarar

Deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu lauk í kvöld. Garpar kláruðu deildina með fullu húsi og mæta Mammútum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ice Hunt og Freyjur einnig í úrslitin.

Íslandsmótið í krullu: Lokaumferð deildarkeppninnar í kvöld

Þrjú lið eiga möguleika á að hampa deildarmeistaratitli Íslandsmótsins í krullu, en lokaumferð keppninnar fer fram í kvöld.

Krullufólk óskast í vinnu

Laugardagskvöldið 1. mars ætlar krullufólk að koma saman og vinna við vörutalningu í Bónus við Langholt frá kl. 18 til um það bil 21.30. Áhugasamir hafi samband við Davíð Valsson.

Íslandsmótið í krullu: Garpar á toppnum

Garpar standa nú með pálmann í höndunum í deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu þegar ein umferð er erftir. Þrjú lið eru örugg í úrslitakeppnina.

Íslandsmótið í krullu, 4. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 24. febrúar, fer fram 3. umferð Íslandsmótsins í krullu.

Íslandsmótið í krullu: Garpar og Ice Hunt áfram

Garpar og Ice Hunt hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu í krullu og eru örugg inn í úrslitakeppni fjögurra efstu.

Íslandsmótið í krullu, 3. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 10. febrúar, fer fram 3. umferð Íslandsmótsins í krullu.

Krulla í kvöld - tækniæfing og skemmtikeppni

Fyrsta miðvikudag í mánuði verða krulluæfingar og þá er hugmyndin að brjóta upp hefðbundnar æfingar eða keppni og gera eitthvað öðruvísi. Í kvöld: Blindskot, freestyle langrennsli og fleira. Vanir og óvanir velkomnir!