01.10.2014
Fimm liðsmenn frá Krulludeild Skautafélags Akureyrar skipa landslið Íslands í krullu (curling) árið 2014. Liðið heldur út á morgun til Zoetermeer í Hollandi til þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem haldið verður 5.-11. október.
01.09.2014
Önnur Krulluæfing vetrarins í kvöld.
25.08.2014
Fyrsta krulluæfing vetrarins verður í kvöld, 25. ágúst
15.08.2014
Á morgun, laugardaginn 16. ágúst kl. 10.00, óskar Krulludeildin eftir því að fá krullufólk inn í Skautahöll til að aðstoða við merkingar á krullubrautunum þannig að áfram verði hægt að byggja upp svellið og gera það klárt fyrir opnun.
11.05.2014
Frá formanni Krulludeildar til krullufólks: Kæru félagar! Enn og aftur sýndum við krullufólk hvers við erum megnug með samtakamætti, samstöðu og mikilli vinnu þegar við héldum alþjóðlega krullumótið Ice Cup í ellefta sinn - stærra en nokkru sinni áður og með fleiri erlendum keppendum en innlendum. Einn af erlendu gestunum leggur til að við fáum túristaverðlaun Ferðamálastofu 2014.
03.05.2014
Nú eru aðeins tveir leikir eftir í deildakeppninni, en nú þegar er ljóst hvaða lið leika til úrslita um verðlaun í A-deild, B-deild og C-deild.
02.05.2014
Nú liggja fyrir öll úrslit föstudagsins og klárt havða lið fara í hvaða deild á lokadegi og hver spilar við hvern.
01.05.2014
Nú er keppni lokið í dag og öll úrslit, staða og leikir morgundagsins eru komin inn í excel-skjalið hér á vefnum.