Aðalfundur Krulludeildar: Ólafur Hreinsson kjörinn formaður

Ólafur Hreinsson var í kvöld kjörinn formaður Krulludeildar SA næsta starfsárið í stað Haralds Ingólfssonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Rekstur deildarinnar réttu megin við núllið.

Ice Cup - skráning í Kaldbaksferð og gagnlegar upplýsingar

Nú er að komast mynd á keppnisfyrirkomulag, reglur og dagskrá Ice Cup, enda ekki seinna vænna því mótið hefst með hefðbundnu opnunarhófi miðvikudagskvöldið 30. apríl kl. 21. Á aðalfundi Krulludeildar, sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 22. apríl verður farið yfir ýmis mál er varða undirbúning og skipulag mótsins og spurningum svarað ef eitthvað þarfnast útskýringar.

Krulluæfing á laugardagskvöld

Vegna eftirspurnar frá liðum sem mæta á Ice Cup eftir tvær vikur hefur verið ákveðið að laugardagskvöldið 19. apríl verði boðið upp á krulluæfingu.

Aðalfundur Krulludeildar þriðjudaginn 22. apríl

Boðað er til aðalfundar Krulludeildar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Fundurinn verður jafnframt kynningar- og undirbúningsfundur vegna Ice Cup og er krullufólk sem tekur þátt í mótinu hvatt til að mæta.

Mammútar Íslandsmeistarar í krullu 2014

Mammútar urðu í gær Íslandsmeistarar í krullu í fimmta sinn, en þetta er í þrettánda sinn sem keppt er um titilinn.

Úrslitaleikir Íslandsmótsins á laugardag

Íslandsmótinu í krullu lýkur á laugardagskvöld, 12. apríl, en þá fara fram úrslitaleikir sem áttu að fara fram mánudagin 24. mars en var frestað vegna bilunar í íshefli. Leikirnir hefjast kl. 18 á laugardag. Verðlaunaafhending og flatbökur í höllinni eftir leiki.

Krulluæfing í kvöld

Í dag er fyrsti miðvikudagur aprílmánaðar og því er krulluæfing í kvöld fyrir það krullufólk sem hefur áhuga. Vinsamlega látið formann vita í s. 8242778 ef þið ætið að mæta.

Ice Cup: Metþátttaka erlendra liða

Fyrir nokkru varð ljóst að fleiri erlend lið koma á Ice Cup krullumótið en nokkru sinni fyrr. Mótið verður það stærsta hingað til. Heimafólk er hvatt til að ganga sem fyrst frá skráningu leikmanna í sín lið - ef það hefur ekki verið gert nú þegar.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar í úrslit

Mammútar sigruðu Ice Hunt í undanúrslitum Íslandsmótsins í krullu, 9-8, í framlengdum leik þar sem úrslitin réðust á síðasta steini í aukaumferð.

Undanúrslit Íslandsmótsins: Mammútar - Ice Hunt

Í kvöld, mánudagskvöldið 17. mars, mætast Mammútar og Ice Hunt í undanúrslitum Íslandsmótsins í krullu 2014.