29.04.2013
Helstu upplýsingar um Ice Cup, tímasetningar, reglur mótsins og þátttökuliðin. Krullufólk er beðið um að kynna sér þessar upplýsingar vel svo ekki þurfi að koma til misskilnings. Lítið einnig yfir leikmannalista ykkar liðs og látið vita ef þar er ekki allt eins og það á að vera.
26.04.2013
Nú er lokaundirbúningur að hefjast fyrir Ice Cup. Við byrjum að vinna með svellið á sunnudagskvöld og eins og venjulega er að ýmsu öðru að hyggja. Krullufólk er því boðað til vinnu á sunnudags- og mánudagskvöld.
25.04.2013
Garpar eru Íslandsmeistarar í krullu 2013 eftir sigur á Skyttunum í úrslitaleik. Mammútar unnu bronsið.
Myndir komnar inn.
24.04.2013
Næstu viku, frá sunnudagskvöldi til laugardagskvölds, verður Skautahöllin undirlögð vegna undirbúnings og keppni á alþjóðlega Ice Cup krullumótinu.
Æfingar annarra deilda hefjast síðan skv. maí æfingatöflunni sunnudaginn 5. maí, en mótið er lokapunktur á krulluvertíðinni.
24.04.2013
Í kvöld fara fram úrslitaleikir Íslandsmótsins í krullu. Leikirnir hefjast um kl. 20.30.
22.04.2013
Þeir Andri Freyr Magnússon, Fannar Jens Ragnarsson og Guðmundur Karl Ólafsson kepptu á krullumóti í New Jersey á dögunum.
16.04.2013
Deildarmeistarar Mammúta misstu af sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins þegar þeir töpuðu fyrir Skyttunum í undanúrslitum í gær. Garpar og Skytturnar mætast í úrslitaleiknum. Mammútar mæta Ís-lendingum í leik um bronsið.
15.04.2013
Í kvöld mætast Mammútar og Skytturnar í undanúrslitaleik Íslandsmótsins í krullu.
14.04.2013
Nú líður tíminn óvenju hratt, enda veðurblíða næstum upp á hvern dag. Afmælismót Ice Cup - 10. mótið - nálgast, en það fer fram dagana 2.-4. maí.
Minnum á mátun Ice Cup afmælisbola í krullutímanum mánudagskvöldið 15. apríl.
09.04.2013
Í tilefni þess að eftir tæpan mánuð heldur Krulludeild SA hið alþjóðlega krullumót Ice Cup í tíunda skipti er í framleiðslu sérstakt afmælismerki sem selt veður á mótinu og nú er í undirbúningi að panta boli með merkinu á. Mátun og móttaka pantana verður mánudagskvöldið 15. apríl. Afsláttur er veittur þeim sem panta fyrirfram.