Mammútar Íslandsmeistarar

Mammútar kláruðu Íslandsmótið með stæl og sigruðu Fífurnar í úrslitaleiknum. Fálkar nældu í bronsverðlaunin.

Íslandsmótið í krullu: Úrslitaleikirnir í dag

Mammútar gegn Fífunum, Víkingar gegn Fálkum. Bæta Mammútar enn einum titlinum í safnið eða vinna Fífurnar sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil?

Úrslitakeppnin í krullu: Fífurnar í úrslitaleikinn gegn Mammútum

Fífurnar sigruðu Víkinga 6-3 í undanúrslitum og leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil í fyrsta sinn, þar sem liðið mætir Mammútum. Víkingar og Fálkar spila um bronsið. Úrslitaleikirnir hefjast kl. 18 laugardaginn 31. mars.

Afmælis- og árshátíð SA - ýmsar upplýsingar

Hlíðarbær miðvikudagskvöldið 4. apríl. Opnað kl. 18.30, borðhald hefst kl. 19.30. Kostnaður: 3.000 krónur á mann, en 2.000 krónur fyrir 12-14 ára.

Íslandsmótið í krullu: Undanúrslitaleikur í kvöld

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. mars, leika Víkingar og Fífurnar undanúrslitaleik á Íslandsmótinu í krullu.

Úrslitakeppnin í krullu: Mammútar og Fífurnar sigruðu í leikjum kvöldsins

Mammútar beint í úrslitaleikinn. Víkingar og Fífurnar leika undanúrslitaleik, sigurliðið leikur gegn Mammútum. Fálkar fara beint í bronsleikinn.

Íslandsmótið í krullu: Úrslitakeppni

Fyrsta umferð úrslitakeppninnar fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 26. mars. Einnig verður leikinn frestaður leikur úr deildarkeppninni.

Íslandsmótið í krullu: Fífurnar fjórða liðið inn í úrslitin

Með sigri í lokaumferðinni tryggðu Fífurnar sér sæti í úrslitakeppninni án þess að þurfa aukaleik til. Liðið fylgir Mammútum, Víkingum og Fálkum í úrslitin. Mammútar deildarmeistarar.

Íslandsmótið í krullu: Níunda umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 19. mars, fer fram níunda og síðasta umferð deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu.

Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir styrkumsóknum

Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir verkefni tengdum Skautafélagi Akureyrar. Styrkirnir eru ætlaðir félagsmönnum sem vilja með einhverjum hætti láta gott af sér leiða í þágu félagsins, s.s. er varðar þjálfun, menntun, fræðslu, keppni eða hvað eina annað er tengist félaginu í heild og félagsmönnum þess.