SA leiðir 1-0 í einvíginu gegn Fjölni

SA leiðir einvígið gegn Fjölni 1-0 eftir sigur í vítakeppni. Engin mörk voru skoruð í leiknum en Kolbrún Björnsdóttir skoraði sigurmarkið í vítakeppninni og Shawlee Gaudreault hélt markinu hreinu hjá SA. Liðin mætast næst á laugardag í Egilshöll og þriðji leikur er á þriðjudag í Skautahöllinni Akureyri.

Úrslitakeppni kvenna hefst á morgun

Fyrsti leikur í úrslitakeppninni í íshokkí í Hertz-deild kvenna milli SA og Fjölnis er á fimmtudag 2. mars í Skautahöllinni á Akureyr kl. 19:30. SA eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn í íshokkí. Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Sjoppan selur pizzur og samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!

SA Víkingar deildarmeistarar karla 2023

SA Víkingar eru deildarmeistarar 2023 en liðið var búið að tryggja sér titilinn fyrir nokkru en fékk bikarinn loks afhentan í gærkvöld eftir 5-2 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur. Unnar Rúnarsson skoraði tvö mörk í leiknum, Uni Sigurðarson, Andir Mikaelsson og Gunnar Arason eitt mark hver. Róbert Steingrímsson var með 91.7% markvörslu í marki Víkinga en SA var með 24 skot á mark og SR 22 skot. SA Víkingar eiga einn leik etir af deildarkeppninni en hafa unnið 13 af 15 leikjum sínum í vetur. SA Víkingar mæta svo SR í úrslitakeppninni sem hefst 21. mars.

SA deildarmeistarar kvenna 2023

SA eru deildarmeistarar í Hertz-deild kvenna eftir tvo hörku leiki gegn Fjölni um helgina sem enduðu 4-2 og 3-0. Katrín Rós Björnsdóttir skoraði tvö marka SA í gær og Aðalheiður Ragnarsdóttir eitt. SA endaði deildarkeppnina með 42 stig en Fjölnir var með 30 stig. Úrslitakeppnin hefst á strax fimmtudag og er fyrsti leikur í einvígi SA vs Fjölnir í Skautahöllinni Akureyri kl. 19:30. Liðin eru búin að spila hnífjafna leiki í allan vetur og má búast við frábæri úrslitakeppni.

Júmbó hokkíhelgi á Akureyri

Það er júmbó hokkíhelgi í Skautahöllinni um helgina þar sem báðir meistaraflokkarnir spila tvíhöfða á heimavelli. Kvennaliðið tekur á móti Fjölni á laugardag kl. 16:45 og sunnudag kl. 10:00 en SA nægir stig eða bara hagstæð markatala úr viðureignunum til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild kvenna. Þetta eru síðustu leikir liðanna fyrir úrslitakeppnina sem hefst í byrjun mars. Karlaliðið tekur á móti Fjölni á laugardag kl. 19:30 og svo Skautafélagi Reykjavíkur á sunnudag kl. 16:45. Það er ljóst að SA Víkingar eru deildarmeistarar en liðið mætir SR í úrslitakeppninni sem hefst 21. mars. Miðaverð er 1000 kr. á leikina en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu stubb.

U18 SA Íslandsmeistarar

U18 lið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina þegar liðið lagið Fjölni 13-7 í Egilshöll. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu. Glæsilegur árangur hjá þessu frábæra liði. Við óskum þeim öllum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

SA mætir SR í tvíhöfða um helgina

SA og SR mætast í tvíhöfða helgi í Hertz-deild kvenna á laugardag og sunnudag í Skautahöllinni á Akureyri.-Fyrri leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag og sá síðari kl. 10 á sunnudag. Miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.

U18 landsliðið í toppbaráttunni í Búlgaríu

Stelpurnar okkar í U18 landsliðinu eru nú í verðlaunabaráttu á Heimsmeistaramótinu í 2. deild B sem fram fer í Búlgaríu. Næsti leikur liðsins er í dag við gestgjafana, Búlgara kl 18 að íslenskum tíma. Íslenska liðið er í öðru sæti eins og staðan er en öll eiga liðin tvo leiki eftir. Efst er Kazakhstan með 9 stig, þá Ísland með 7 stig, næst er Belgía með 5 stig, þar á eftir koma Nýja Sjáland og Búlgaría með 3 stig og Eistland rekur lestina án stiga. SA á alls 12 leikmenn af 19 en auk þeirra koma liðsstjórinn Margrét Aðalgeirsdóttir og heilbrigðisstarfsmaðurinn Sólveig Hulda Valgeirsdóttir úr okkar röðum. Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins hér (ath það þarf skrá sig inn en enginn kostnaður fylgir) https://iihf.livearenasports.com/en/home Hægt er að fylgjast með gangi mótsins og liðanna á heimasíðu Alþjóðasambandsins: https://www.iihf.com/

SA Víkingar taka á móti SR á þriðjudag

SA Víkingar taka á móti SR í toppslag Hertz-deild karla á þriðjudag í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru eftstir í deildinni með 27 stig en SR er í öðru sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 19:30 og miðaverð er 1000 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.

Gamli Björninn sigraði á MaggaFinns 2023

MaggaFinns mótið í íshokkí fór fram um helgina í Skautahöllinni á Akureyri en þetta var í fyrsta skipti síðan 2020 sem mótið er haldið en heimsfaraldurinn hefur haldið mótinu niðri. Sjö lið tókur þátt í mótinu, fjögur lið úr höfuðborginni og þrjú lið af Eyjafjarðarsvæðinu en keppendafjöldi var í kringum 100 manns. Gamli Björninn stóð uppi sem sigurvegari mótsins - Sveitin var í öðru sæti - OldStars þriðja og Töngin í fjórða. Keppendur mótsins voru til alkunnar fyrirmyndar innan sem utan vallar eins og þessum flokki fólks er tamt og er öllum þakkað kærlega fyrir komuna á MaggaFinns mótið.