06.01.2023
Skautaíþróttir fá skemmtilega umfjöllun í nýjasta tölublaði Skinnfaxa sem gefið er út af UMFÍ. Í umfjölluninni er meðal annars viðtöl við yfirþjálfara hokkídeildar Söruh Smiley og formann listskautadeildar Svölu Vigfúsdóttur. Hér má finna tölublaðið á pdf formi.
05.01.2023
SA og SR mætast í tvíhöfða helgi í Hertz-deild kvenna á laugardag og sunnudag í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag og sá síðari kl. 10 á sunnudag. Miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.
02.01.2023
Tíminn í kvöld fellur niður.
22.12.2022
Jóhann Már Leifsson hefur verið valin íshokkíkarl SA og Anna Sonja Ágústsdóttir íshokkíkona SA fyrir árið 2021.
22.12.2022
Júlía Rósa Viðarsdóttir var heiðruð fyrir framúrskarandi árangur á árinu en líka framlag sitt til listskautaíþróttarinnar hjá SA á jólasýningunni á sunndag. Júlía sem er nú þjálfari hjá deildinni lagði skautana á hilluna síðasta vor eftir að hafa klárað sitt besta skautatímabil og sett mark sitt á skautasöguna.
22.12.2022
Listskautadeild Skautafélags Akureyrar hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2022. Aldís Kara var heiðruð á sunnudag á jólasýningu listskautadeildar SA en hún var einnig valin skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands.
20.12.2022
Skautafélag Akureyrar er almannaheillafélag og er í almannaheillaskrá ársins 2022. Gjafir til félagsins geta því veitt skattaafslátt. Fyrir einstaklinga gildir skattafslátturinn fyrir gjafir frá kr. 10.000 og uppí kr. 350.000. Fyrirtæki geta veitt gjafir fyrir allt að 1,5% af rekstrartekjum ársins.
Styrktarreikningur félagsins er 133-15-2908 Kennitala: 590269-2989
19.12.2022
Gimli mótinu líkur í kvöld.
14.12.2022
Skautasamband Íslanda hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2022. Er þetta í fjórða sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins.