Heimasigur SA Víkinga á Fjölni um helgina

SA Víkingar unnu 4-0 sigur á Fjölni í leik helgarinnar í Hertz-deild karla og léku glimrandi vel á löngum köflum. Það tók 34 mínútur fyrir Víkinga að brjóta á aftur sterkan varnarmúr Fjölnis en eftir það brustu varnir og mörkin komu á færibandi þar sem Unnar Rúnarsson skoraði 2 mörk, Andri Már Mikaelsson og Heiðar Jóhannsson sitthvort markið. SA Víkingar skutu 48 skotum á mark á móti 20 skotum Fjölnis og Jakob Jóhannsson hélt markinu hreinu hjá Víkingum. SA Víkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar enn frekar og mæta næst Skautafélagi Reykjavíkur í Laugardalnum 2. desember.

SA Víkingar með heimaleik á laugardag

SA Víkingar taka á móti Fjölni í Hertz-deild karla á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru eftstir í deildinni með 15 stig og Fjölnir er í þriðja sæti deildarinnar með 4 stig. Leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag en miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.

Sterkur sigur Víkinga á Fjölni í Grafarvogi

Magnaður sigur hjá strákunum í Grafarvogi í kvöld á vel spilandi Fjölnisliði en Fjölnir var með eins marks forystu þegar 7 mínútur lifðu leiks en fyrirliðinn Andri Mikaelsson jafnaði leikinn á 56 mínútu og Heiðar Jóhannsson skoraði svo sigurmarkið mínútur síðar. SA Víkingar voru með 37 skot á mark í leiknum gegn 27 skotum Fjölnis og Róbert Steingrímsson var með 85,2% markvörslu í marki Víkinga.

U18 LANDSLIÐ KVENNA HEFUR LEIK Í 4 NATIONS Í DAG

Íslenska U18 landslið kvenna í íshokkí tekur þátt í 4 Nations móti í Poznan í Póllandi nú yfir helgina. Mótið er alþjóðlegt æfingamót en auk Íslands eru þáttökuþjóðir Spánn, Bretland og Póland og er þetta í þriðja sinn sem liðið tekur þátt í þessu sterka móti. Ísland mætir heimaliðinu Póllandi í dag en leikurinn hefst kl. 15.00 á íslenskum tíma en öllum leikjunum verður streymt í gegnum facebook síðu Poznan hockey. Við eigum 13 fulltrúa í liðinu að þessu sinni sem við fylgjum stolt með og sendum hlýja strauma til liðsins alla leið til Póllands. Áfram Ísland!

Hið ósýnilega afl - fyrirlestur

Fyrirlesturinn Hið ósýnilega afl verður þann 17. nóvember kl. 17:30 í Háskólanum. Fyrirlesturinn er fyrir íþróttaiðkendur 12 ára og eldri, foreldra, þjálfara, stjórnendur og aðra áhugasama.

SA Víkingar vs SR á laugardag

SA Víkingar taka á móti SR í toppslag Hertz-deild karla á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru eftstir í deildinni með 9 stig en SR er í öðru sæti með 8 stig. Leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag en miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.

SA Víkingar með stórsigur á SR í kvöld

SA Víkingar svöruðu tapinu um síðustu helgi með öðrum stórsigri á heimavelli þegar liðið lagið toppliði SR 6-1 í Hertz-deild karla í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. SA Víkingar voru með 39 skot á mark í leiknum á móti 34 skotum SR. Matthías Már Stefánsson var markahæstur SA Víkinga í kvöld með tvö mörk og Jakob Jóhannesson var með 97% markvörslu í markinu. SA Víkingar lyfta sér upp í 2. sæti Hertz-deildarinnar með sigrinum.

Nýtt námskeið hjá Listhlaupadeild

Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar kynnir nýtt námskeið í skautahlaupi. Námskeiðið hefst 26. október og stendur í 5 vikur en tímarnir verða á miðvikudögum kl. 20.20-21.05. Það er frítt að prufa þann 26. en verð fyrir allt námskeiðið er 7.500 kr. Allur búnaður er á staðnum en æskilegur klæðnaður eru íþróttaföt, vettlingar og húfa/buff undir hjálminn. Skráning og upplýsingar sendast á formadur@listhlaup.is

SA Víkingar vs SR í Hertz-deild karla á laugardag

SA Víkingar taka á móti SR í Hertz-deild karla á laugardag á heimavelli í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin mætust í Laugardal um síðustu helgi í hörku hokkíleik þar sem SR hafði betur en SA Víkingar ætla sér að jafna metin um helgina. Leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag en miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.

Frábær frammistaða SA Víkinga í opnunarleiknum

SA Víkingar unnu virkilega sannfærandi sigur með góðri frammistöðu í opnunarleik tímabilsins í Hertz-deild karla. SA Víkingar snéru heim úr Evrópukeppninni á mánudag en það var hvergi Evrópuþreytu að sjá í leik SA Víkinga sem skoruðu 7 mörk áður en Fjölnismenn náðu að svara með einu marki undir lok leiksins. SA Víkingar voru með 44 skot í leiknum á móti 23 skotum Fjölnis og Róbert Steingrímsson varði 22 skot í marki Víkinga sem er 95,7 % markvarsla. Frabær byrjun á tímabilinu hjá Víkingum en næst eiga Víkinga leik í Laugardal um næstu helgi þegar liðið sækir SR heim.