U20 liðið að gera það gott í Eistlandi
U20 ára landsliðið kom gríðarlega sterkt inn í HM í Eistlandi í dag í fyrsta leik sínum á mótinu gegn Belgíu. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur, 5 – 2 og þetta ku vera fyrsti sigur Íslands á liði Belgíu frá upphafi. Þetta gefur nýjar vonir um framhaldið og nú verður spennandi að sjá hvers þeir eru megnugir. Mörkin og stoðsendingarnar í leiknum voru eftirfarandi:
Brynjar Bergmann 2/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Matthías Máni Sigurðarson 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 0/2