Íslandsmótið í krullu 2017

Fyrstu leikir Íslandsmótsins fóru fram mánudagskvöldið 6. mars.

SA Víkingar - Esja í kvöld

SA Víkingar taka á móti Esju þriðjudaginn 7. mars kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Esja er í efsta sæti deildarinnar og hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en SA er í öðru sæti og á 3 stig á næsta lið sem er Björninn þegar tveir leikir eru eftir hjá öllum liðum. Mætið í stúkuna og hvetjið okkar lið og komum þeim í úrslitakeppnina. Aðgangseyrir 1000 kr., frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí á Akureyri lokið

Íslenska kvennalandslið í íshokkí tapaði í gærkvöld fyrir Spáni í lokaleik Heimsmeistaramótsins í íshokkí í deild 2. II. Ísland þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að krækja sér í bronsverðlaun en þær Spænsku fengu óskabyrjun í leiknum og komust í 3-0 áður en Ísland náði að minnka munninn í 3-1 en þannig enduðu leikar. Sunna Björgvinsdóttir var valinn besti leikmaður Íslands á mótinu og Eva Karvelsdóttir var valinn besti varnarmaður mótsins.

Íslandsmót 2017

Auglýsing frá krullunefnd ÍSÍ.

Tap gegn Nýja-Sjálandi. Ísland mætir Spáni á morgun í lokaleiknum!

Íslenska kvennalandslið í íshokkí tapaði í gærkvöld fyrir Nýja-Sjálandi eftir að hafa leitt leikinn 3-1 í annarri lotu en Nýja-Sjáland skoraði 3 síðustu mörk leiksins og unnu 4-3. Nýja-Sjáland komst þar með upp fyrir Ísland í annað sætið en Ísland mætir Spáni á morgun en þá ræðst hvaða lið ná verðlaunasætum.

Ísland með öruggan sigur á Tyrkjum. Ísland mætir Nýja Sjálandi í kvöld kl 20.00!

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí sigraði Tyrkland í gærkvöld með sex mörkum gegn engu. Ísland byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 4 mörk í fyrstu lotunni og skoraði Flosrún Jóhannesdóttir þrjú mörk í leiknum.. Ísland er þá komið með tvo sigra úr þremur leikjum en liðið mætir Nýja-Sjálandi í kvöld kl 20.00.

Norðurlandamótið í listhlaupi hefst í Egilshöll á morgun

SA á fjóra keppendur á Norðurlandamótinu í listhlaupi sem hefst í Egilshöll á morgun. Þetta eru þær Aldís Kara Bergsdóttir, Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir í Novice A og Emilía Rós Ómarsdóttir i Junior A. Þær hefja allar keppni á morgun.

Grátlegt tap Íslands gegn Mexíkó.

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði naumlega fyrir Mexíkó í gær á Heimsmeistaramótinu í íshokkí sem haldið er á Akureyri þessa daganna. Mexíkó var með yfirhöndina lengst af í markaskorun en heppnin var ekki á bandi íslenska liðsins og Mexíkó vann að lokum 4-2. Sunna Björgvinsdóttir skoraði bæði mörk íslands í leiknum og var valin besti leikmaður liðsins í leiknum.

Ísland með stórsigur í fyrsta leik. Mexíkó í kvöld!

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann stórsigur á Rúmeníu í gærkvöld á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer á Akureyri. Íslenska liðið skoraði 7 mörk gegn tveimur frá Rúmeníu. Ísland mætir Mexíkó í kvöld kl 20.00 í Skautahöllinni á Akureyri.

Skautafélag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli mánudaginn 27. febrúar

Skautafélag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu mánudaginn 27. febrúar í félagsherbergi Skautahallarinnar frá kl 18.00. Öllum félagsmönnum og iðkenndum er boðið í veislunna en veislugestum er einnig boðið á fyrsta leik Íslands á HM kvenna sem hefst kl 20.00.