11.04.2015
Landsliðsstelpurnar okkar héldu áfram að gera góða hluti seinni keppnisdaginn í Hamar.
10.04.2015
Frá og með næsta mánudegi 13. apríl tekur gildi ný tímatafla sem er undir flipanum tímatafla hér til vinstri á síðunni. Endilega hafið samband við yfirþjálfara eftir helgina ef einhverjar spurningar vakna er varða tímatöfluna og hópaskiptingar.
10.04.2015
Að loknum fyrri keppnisdeginum er Emilía Rós í 4 sæti með 27, 58 stig. Marta María er í 8 sæti með 25,41 stig og Pálína í 16. sæti með 22,40 stig. Til hamingju með frábæran árangur stelpur. Gangi ykkur vel áfram.
10.04.2015
Fimmtudagskvöldið 30. apríl verður árshátíð Skautafélags Akureyrar haldin í Golfskálanum. Hátíðin er ætluð þeim sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og er tvískipt, yngri gestirnir verða með í borðhaldi, verðlaunaveitingum og annarri dagskrá til kl. 23.00, en 16 ára og eldri halda síðan áfram að skemmta sér og öðrum eftir það.
09.04.2015
Í morgun lögðu landsliðsstelpurnar okkar þær Emilía Rós, Marta María og Pálína, af stað til Hamar í Noregi þar sem þær munu taka þátt í Hamar Trophy um helgina.
08.04.2015
Breytingar verða á tímatöflu í skautahöllinni milli vikna nú á vormánuðum vegna móta og minnkandi starfsemi. Vikulega verða settar inn tímatöflur sem finna má hér vinstra megin í valmyndinni en þar má nú finna tímatöfluna fyrir næstu viku, 13.-19. apríl.
07.04.2015
Hin knáa Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir gerði góða ferð til Canazei á Ítalíu þar sem hún varð í þriðja sæti á alþjóðlegu klúbbamóti í dag.
30.03.2015
Um nýliðna helgi fóru fram síðustu umferðirnar í innanfélags vetramótinu 2015. Í 4/5 flokks deildinni var mikil spenna og réðust úrslit ekki fyrr en eftir síðasta leik þar sem öll liðin enduðu með 8 stig og þá þurfti að skoða tölfræðina.
29.03.2015
GARPAR ERU ÍSLANDSMEISTARAR 2015