Breyttir æfingatímar helgina 7. og 8. febrúar hjá listhlaupinu

Helgina 7. og 8. febrúar verða breyttir æfingatímar vegna æfingabúða hjá Hokkýinu.

Ásynjur lögðu Björninn og fengu deildarmeistarabikarinn afhentan

Ásynjur höfðu betur gegn Birninum á laugardag í Egilshöll, lokatölur 5-2. Ásynjur höfðu þá þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna og fengu bikarinn afhentan eftir leikinn í Egilshöll. Ásynjur hafa því enn með ekki tapað leik á tímabilinu og fóru í gegnum tímabilið ósigraðar en þetta var þeirra síðasti leikur á tímabilinu og þær hafa því nægan tíma til þess að undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígið.

Gimli mótið 2015

Þriðja umferð verður spiluð í kvöld.

Naumt tap Víkingar vs Björninn 3:4

Víkingar töpuðu í gærkvöld á heimavelli fyrir Birninum, lokatölur 3-4. Víkingar voru sterkari aðilinn framan af en misstu dampinn þegar á leið og Björninn gekk á lagið. Víkingar eru þó enn efstir í deildinni en forystan á Björninn hefur heldur rýrnað og er nú 5 stig.

Nýr formaður hjá listhlaupadeildinni

Á fundi stjórnar LSA síðastliðin þriðjudag óskaði Halldóra formaður LSA eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Ingibjörg varaformaður tók við keflinu af Halldóru fram á vor. Við þökkum Halldóru góð störf í þágu félagsins og óskum henni góðs gengis í framtíðinni.

Gimli mótið 2015

Úrslit 2. umferðar

Stórsigur Víkinga á Esju í Laugardal

Víkingar völtuðu yfir Esju í Laugardal í gærkvöld, lokatölur 12-1. Víkingar voru án Orra Blöndal, Hilmars Leifssonar og Einars Valentine sem eru allir meiddir auk Sigurðar Reynissonar sem er enn fjarverandi. Matthías Már Stefánsson fékk sitt annað tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði sitt fyrst mark í meistaraflokki og átti þar að auki mjög góðann leik.

Fyrirlesturinn "Þáttaka og stuðningur foreldra í íþróttaiðkun barna sinna" í kvöld kl 20.00

Fyrirlestur á vegum íshokkídeildarinnar er í kvöld kl 20:00 í skautahöllinni. Enþá hægt að skrá sér og mæta en skráning fer fram hjá Söruh Smiley. Sólveig Rósa Davíðsdóttir sálfræðingur mun halda erindið: Þátttaka og stuðningur foreldra í íþróttaiðkun barna sinna. Hvaða væntingar höfum við sem foreldrar og hvað getum við gert til að styðja við andlegt og líkamlegt heilbrigði barnanna okkar? Fjallað verður um stuðning foreldra við börnin, m.t.t. svefns, næringar, streitu og álags. Boðið verður uppá umræður, fyrirspurnir og spjall í lok fyrirlestrar.

Ásynjur deildarmeistarar

Ásynjur höfðu betur gegn Birninum á laugardag og tryggðu sér þar með deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna þegar 4 leikir eru eftir af mótinu, lokatölur 3-1. Ásynjur höfðu tögl og haldið í leiknum og spiluðu virkilega góðann leik. Ásynjur hafa því enn með ekki tapað leik á tímabilinu en þetta var næst síðasti leikur þeirra á tímabilinu.

Gimli mótið 2015

Leikir kvöldsins