19.01.2015
Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar hlaut nýverið styrk frá Norðurorku en Norðurorka úthlutar styrkjum til samfélagsverkefna árlega. Sigurður Sveinn Sigurðsson formaður skautafélagsins tók við styrknum fyrir hönd sjóðsins á athöfn sem haldin var í matsal Norðurorku. Stjórn sjóðsins þakkar Norðurorku fyrir styrkinn og mun sjá til þess að hann skili sér til góðra verkefna hjá Skautafélaginu.
18.01.2015
Sýnt var beint frá keppni á seinni degi RIG á Rúv í dag en þetta var í fysta skipti sem sýnt er beint frá móti í listhlaupi á Íslandi. Sigurganga SA stúlkna hèlt áfram á RIG í dag. Novice stúlkurnar okkar þrjár röðuðu sèr í þrjú efstu sætin eftir geysi harða innbirðis keppni.
18.01.2015
Átta A keppendur frá listhlaupadeild SA taka þátt í RIG um helgina. Keppni hófst í gær með keppnishópnum 8A þar gerði hin knáa Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir gerði sèr lítið fyrir og vann flokkin með miklum yfirburðum með 28,66 stigum.
17.01.2015
Búið er að hlaða Bautamóts leikjum laugardagsins upp á vimeo. SA liðið taplaust eftir daginn (o:
16.01.2015
Gimlimótið 2015 hefst á mánudag 19. janúar
16.01.2015
Um helgina fer fram Bautamótið í 4. flokki í Skautahöllinni. Leikið verður seinnipart laugardags og sunnudagsmorgunn. Að venju verður BEINN NETSTRAUMUR á SA TV (0: tengill hérna uppi í hægra horninu :0)
16.01.2015
Í lok janúar eru 14 Valkyrjur að fara að taka þátt í alþjóðlegu kvennamóti í Kanada og er þetta í fyrsta sinn í sögu íshokkís á Íslandi sem kvennalið utan meistaraflokka tekur þátt í móti erlendis.
15.01.2015
Leikur Víkinga við SR í meistaraflokki karla sem var frestað síðasta þriðjudag en fara átti fram í kvöld hefur verið frestað í annað sinn vegna veðurs en ófært er milli Reykjavíkur og Akureyrar. Leikurinn hefur verið færður til næsta fimmtudags, 22. janúar og byrjar kl 19.30.
13.01.2015
Leikur Víkinga við SR í meistaraflokki karla sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs en ófært er milli Reykjavíkur og Akureyrar. Leikurinn hefur verið færður til fimmtudags og byrjar kl 19.30.
12.01.2015
Ynjur spiluðu tvívegis við lið SR um helgina og sigruðu í báðum leikjum, lokatölur 10-4 og 9-1. 2. flokkur spilaði að sama skapi tvo leiki við SR, töpuðu fyrri leiknum 9-2 en unnu seinni leikinn 5-4.