Íslandsmót 2015 - Undankeppni

Úrslit í 1. umferð undankeppni Íslandsmótsins

Góður árangur hjá LSA á Vetrarmóti ÍSS og stórglæsilegt stigamet

Stelpurnar okkar í LSA gerðu góða ferð í Egilshöll um helgina og komu þær heim með 9 verðlaun og gestakeppandinn á mótinu hún Ivana okkar Reitmayerova með ein.

Íslandsmót 2015

Íslandsmótið 2015 - Undankeppni hefst á mánudag 2. mars

Stóra Barnamótið í íshokkí um helgina á Akureyri

Stóra barnamótið í íshokkí fer fram um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Þar munu iðkenndur í 5. 6. og 7. flokki frá öllum félögum landsins taka þátt.

SA Ásynjur Íslandsmeistarar 2015!

SA Ásynjur sigruðu Björninn í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Íslandsmóti kvenna sem fram fór í Egilshöll í kvöld og tryggðu sé þar með Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 4-1 en þetta var um leið 14. Íslandsmeistaratitill SA í kvennaflokki.

Vetrarmót ÍSS

Um helgina fer fram Vetrarmót ÍSS í Egilshöllinni. SA stúlkur ætla að fjölmenna á mótið. Alls voru 20 stelpur skráðar til leiks, en aðeins hefur slæðst úr hópnum á endasprettinum vegna meiðsla. Við óskum þeim Katrínu Sól, Pálínu Höskulds Mörtu Maríu Jóhanns og Bríeti Jóhanns. góðs bata og hlökkum til að sjá þær á ísnum aftur sem allra fyrst. Keppendunum okkar óskum við góðs gengis og munum setja inn fréttir af gengi á mótinu að mótinu loknu. Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á heimasíðu skautasambandsins.

Ásynjur með stórsigur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins

SA Ásynjur sigruðu Björninn í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í kvennaflokki í gær, lokatölur 9-1. Silvía Björgvinsdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum ásamt því að leggja upp tvö. Ásynjur geta nú tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudaginn í Egilshöll.

Tilfærsla á morgunæfingum milli hópa fyrir vetrarmótið

Nú er undirbúningur fyrir vetrarmótið á lokasprettinum. Iveta hefur tilkynnt stelpunum um breytingar á morgunæfingum á fimmtudag og föstudag. Breytingarnar snúa bara að morgunæfingum og eru eftirfarandi: á fimmtudaginn verður 1. hópur frá 6:30-7:20 og svo á föstudaginn verður 2A. Ef einhverjar spurningar eru varðandi undirbúning eða mótið sjálft þá endilega beinið þeim til þjálfaranna.

Úrslitakeppnin í meistaraflokki kvenna hefst á morgun

Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á morgun, þriðjudag kl 19.30. Ásynjur taka þá á móti Birninum en það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum verður Íslandsmeistari. Ásynjur eiga Íslandsmeistaratitil að verja en þær eru einnig deildarmeistarar í ár og eru ósigraðar á þessu tímabili. Annar leikurinn í úrslitakepnninni fer fram í Egilshöll fimmtudaginn 26. mars og sá þriðji (ef til hans kemur) laugardaginn 28. mars á Akureyri.

SA Víkingar með tvö töp gegn SR fyrir sunnan um helgina

SA Víkingar spiluðu tvíhöfða við SR í Laugardalnum um helgina og töpuðu báðum leikjum með sömu markatölu, 5:3.