Ásynjur deildarmeistarar

Ásynjur höfðu betur gegn Birninum á laugardag og tryggðu sér þar með deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna þegar 4 leikir eru eftir af mótinu, lokatölur 3-1. Ásynjur höfðu tögl og haldið í leiknum og spiluðu virkilega góðann leik. Ásynjur hafa því enn með ekki tapað leik á tímabilinu en þetta var næst síðasti leikur þeirra á tímabilinu.

Gimli mótið 2015

Leikir kvöldsins

Ásynjur vs Björninn 3:1 & 2.flokkur SA vs Björninn 3:4

Að venju voru leikirnir sendir út á SA TV og teknir upp um leið. Þeir eru nú komnir upp á vimeo og hér fyrir neðan má finna slóðina á þá.

SA Víkingar – SR, 7-4

Víkingar unnu góðann sigur á sterku liði SR í gærkvöld, lokatölur 7-4. Aðeins 7 stig skildu liðin að fyrir leikinn í gær en baráttann um sæti í úrslitakeppninni er gríðarlega hörð. Leikurinn var opinn og skemmtilegur, mikið af mörkum og falleg tilþrif. Að venju er leikurinn kominn upp á vimeo, http://www.ihi.is/is/upptokur .

SA Víkingar – Björninn 8-1

Víkingar báru sigurorð af Birninum í topslag deildarinnar í gærkvöld, lokatölur 8-1. Víkingar náðu fram hefndum frá óförunum í byrjun mánaðar þegar liðið tapaði 5-0 í Egilshöll og náðu með sigrinum 3 stiga forskoti á Björninn á toppi deildarinnar. Gæði leiksins voru ívið meiri en sést hafa í vetur og greinilegt að mikið var undir en bæði lið eru nú í mikilli baráttu um stigin sem vantar uppá að tryggja sæti í úrslitakeppninni.

Íþróttamaður SA 2014 heiðraður

Emilía Rós Ómarsdóttir var heiðruð síðastliðið mánudagskvöld í félagsherbergi Skautafélagsins en hún var á dögunum valinn íþróttamaður Skautafélags Akureyrar 2014. Sigurður Sigurðsson afhenti Emilíu farandbikar við tilefnið en í bikarinn eru grafin nöfn allra þeirra sem hlotið hafa nafnbótina íþróttamaður Skautafélags Akureyrar. Henni var einnig afhentur verðlaunargripur til eignar og blóm.

IceCup 2015

IceCup 2015 verður haldið 29. apríl – 2. maí.

Íslandsmótið 2015

Reiknað er með að undankeppni Íslandsmótsins hefjist 2 mars.

Gimli mótið 2015

Fyrsta umferð Gimli mótsins fór fram á mánudagskvöld

Birna með tvennu í sigri Ásynja

Ásynjur báru sigurorð af SR í leik helgarinnar, lokatölur 3-1. Fyrirfram var búist við nokkuð auðveldum sigri Ásynja en annað kom á daginn þar sem SR liðið spilaði virkilega vel og gerði sterku lið Ásynja erfitt fyrir.