Voræfingar hjá 4. - 7. hóp og sumaræfingaplan fyrir 5. - 7. hóp

Í gær sunnudaginn 3. maí notaði Helga Margrét yfirþjálfari tækifærið og hitti flesta iðkendur í A og B keppnisflokkum meðan á marþoninu stóð. Rætt var um sumaræfingar, vornámskeiðið hjá Hóffu og sumaræfingaplan afhent. Nokkrir A og B iðkendur voru ekki mættir og eru þeir beðnir um að hafa samband við Helgu Margréti annað hvort í síma eða e-maili svo þeir geti fengið sumaræfingaplanið afhent og smá leiðbeiningar. Minnum á að á morgun þriðjudaginn 5. maí hefst vornámskeið hjá Hóffu fyrir 4. - 7. hóp. Sjá frétt neðar. Mikilvægt er að mæta vel í þessa tíma hjá Hóffu því námskeiðið er liður í kennslu á sumaræfingarplaninu og gott tækifæri til að halda sér í formi og fá góðar leiðbeiningar.

TILKYNNING - Skráning í sumaræfingabúðir LSA 2009

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningu í sumaræfingabúðir LSA 2009. Upphaflega þurftu skráningar og staðfestingargjald að hafa borist fyrir 4. maí en ákveðið hefur verið að veita frest til 11. maí. Athugið að það er ekki nóg að senda bara skráningu fyrir 11. maí heldur þarf að berast staðfestingargjald fyrir þann tíma líka. Allar upplýsingar um þetta er að finna í valmyndinni hér neðst til vinstri. Í maraþoni var smá misskilningur í gangi varðandi skráningardag og er staðfest hér með að dagsetningin 11. maí er sú rétta!

MARAÞON

Nú er maraþonið búið og tókst það vel að mér fannst og allir til fyrirmyndar. Ég vil þakka öllum foreldrum sem vöktuðu staðinn á meðan maraþonið fór framm. Á sunnudaginn var tekið til hendinni og allir hópar gengu frá sínum klefum riksuguðu og skúruðu og vil ég þakka þeim fyrir það , einnig foreldrum sem voru á vaktinni og tiltektinni. BESTU ÞAKKIR.. Þetta er erfitt en gaman, ein skautastelpa spurði að því hvort þetta yrði ekki aftur á næsta ári þannig að áhuginn er fyrir hendi og strax farið að huga að því.. GAMAN GAMAN..

ENN OG AFTUR BESTU ÞAKKIR

Allý,, allyha@simnet .is

Afísæfingar hjá Hóffu fyrir 4. - 7. hóp

Nú hefjast afísæfingar hjá Hóffu sem er liður í undirbúningi fyrir sumartímabilið. Það er MJÖG mikilvægt að allir iðkendur mæti vel og leggi sig fram við að halda sér í skautaformi út sumarið. Helga Margrét þjálfari mun hafa umsjón með afísæfingunum að loknu námskeiðinu hjá Hóffu en jafnframt er lögð áhersla á að iðkendur stundi afísæfingar sjálfstætt eða í litlum hópum á eigin vegum :) Fyrsta æfingin verður nk. þriðjudag. 4. og 5. hópur mætir saman kl. 15:30 til 16:30 og 6. og 7. hópur mætir saman milli 16:30 og 17:30. Mæting er fyrir framan andyrið á Bjargi.

Ice Cup: Skytturnar sigruðu

Skytturnar Ice Cup meistarar, Riddarar tryggðu sér bronsið. Bragðarefir B-deildar meistarar.

Ice Cup - 5. umferð

Úrslit leikja.

Ice Cup - 4. umferð

Leikir 4. umferðar (búið að skipta í A- og B-deild).

Ice Cup - 3. umferð

Úrslit leikja.

Ice Cup - 2. umferð

Úrslit 2. umferðar.

Ice Cup - 1. umferð

Úrslit 1. umferðar