Maraþon upplýsingar

Komið þið heil og sæl, nú fer að líða að sólarhrings maraþoninu okkar. Mæting er á laugardaginn kl:16:30, en 5.hópur er fyrstur á ísinn og þarf því að vera sérstaklega tímanlega. Aðrir byrja ca. kl: 17:00. Allir þurfa að koma sér fyrir í merkta klefa, Allý verður framkvæmdarstjóri á staðnum :-) Lesið nánar hér:

Ice Cup - opnunarhóf og dregið til fyrstu umferðar

Opnunarhóf Ice Cup fór fram í kvöld á óvenjulegum stað. Eins og við var að búast var vel tekið á móti gestum í verbúðinni hjá Kidda Þorkels. Dregið var um það hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni.

PDS tími á morgun

Minni alla á danstíma hjá Point sem verður að venju á fimmtudag á sama tíma.

Northern Iceland Adventure Cup

Um síðustu helgi lauk fyrsta alþjóðlega kvenna íshokkímóti sem haldið hefur verið hér á landi, NIAC eða Northern Iceland Adventure Cup og var skipulagt af kvennanefnd Íshokkísambands Íslands.  Mótið var haldið hér á Akureyri og auk íslenska landsliðsins tóku þátt tvö erlend lið, annars vegar Hvidovre Wolves frá Danmörku og Malmö Redhawks frá Svíþjóð.  Mótið stóð frá fimmtudegi fram á laugardag og alls voru spilaði 6 leikir.  

 

Ice Cup - allar upplýsingar

Mótsskráin, keppnisreglur, leikjadagskrá og liðsskipan.

Undirbúningur fyrir Ice Cup á fullu

Þú er velkomin í skautahöllina í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20:00. 

Aðalfundur stjórnar og foreldrafélags LSA

Aðalfundur stjórnar Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar, verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl:20:00 í skautahöllinni á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf. Samhliða verður aðalfundur foreldrafélags deildarinnar haldinn. Allir velkomnir. Stjórnirnar.

Kertapeningar og áheitasöfnun

Þeir sem tóku þátt í kertasölu í vetur og vilja nota peningana til að niðurgreiða æfingabúðirnar mega vinsamlegast senda nafn, kennitölu og reikningsnúmer foreldris, sem og nafn skautaiðkanda á netfangið allyha@simnet.is og við leggjum inn á ykkur, enda styttist í að greiða eigi staðfestingagjald fyrir æfingabúðirnar.
 
Þá er áheitasöfnunin enn í fullum gangi og er síðasti skiladagur fyrir maraþonið um næstu helgi, söfnunin fer mjög hægt af stað, þannig að endilega skulum við setja í annan gír, svo að æfingabúðirnar geti verið sem ódýrastar. Ef ykkur vantar áheitablöð þá er einnig hægt að hafa samband við allyha@simnet.is
 

Ice Cup - opnunarhóf

Opnunarhóf Ice Cup verður miðvikudagskvöldið 29. apríl og hefst kl. 21.

Glæsileg vorsýning LSA - sumarfrí/vor-sumaræfingar

Við viljum óska öllum iðkendum LSA innilega til hamingju með frábæra vorsýningu. Á vorsýningunni komu allir iðkendur deildarinnar fram, byrjað var á yngstu iðkendunum og endað á eldri iðkendum. Aldrei hafa jafn margir áhorfendur komið á sýningu hjá LSA sem er mikið gleðiefni. Að lokinni vorsýningu hófst sumarfrí hjá iðkendum í 1., 2. og 3. hóp. Vor- og sumaræfingar verða settar upp fyrir 4. - 7. hóp á næstu dögum en fylgist vel með því hér á heimasíðunni. Hóffa á Bjargi verður með námskeið núna í maí þar sem farið verður í kennslu á æfingaprógrammi fyrir sumarfríið, t.d. hvernig á að skokka rétt o.s.frv. Hver og einn iðkandi í A og B flokkum og eldri C fær æfingaplan fyrir sumar"fríið". Það verður eitt æfingaprógramm fyrir þá sem fara í æfingabúðir ÍSS og LSA og annað æfingaprógramm fyrir þá sem einungis fara í æfingabúðir LSA. Gleðilegt sumar :)