Morgunæfing í fyrramálið!
01.04.2009
Það er morgunæfing í fyrramálið, síðasta morgunæfingin fyrir páska! Þeir sem skulu mæta eru allir þeir sem eru að fara í basic test (grunnpróf ÍSS) núna í vor. En það eru: Arney Líf, Sara Júlía, Hulda Dröfn, Hildur Emelía, Emilía Rós, Berghildur Þóra, Heba Þórhildur, Lóa Aðalheiður, Guðrún B., Hrafnhildur Ósk, Hrafnkatla og Hrafnhildur Lára. Allir aðrir sem áhuga hafa úr 5.-7. hóp eru að sjálfsögðu líka velkomnir. Farið verður yfir basic test fyrri hluta æfingarinnar og svo yfir þau element sem þarf að framkvæma í prófinu í frjálsa hlutanum. Við hitum upp með Annie's Edges :)