Sumarbúðir ÍSS 2009

Sumarbúðir ÍSS 2009
Skráning í æfingabúðír ÍSS hefur farið fram úr björtustu vonum og verða þær haldnar 1. - 20. júni 2009 í Egilshöll

Þeir sem hafa nú þegar skráð sig fá póst á næstu dögum með nánari upplýsingum

Ennþá eru nokkur laus pláss í viku 2 og viku 3, áhugasamir geta sent inn póst á sumarbudir@skautasamband.is
Hægt er að skrá sig til 1. apríl 2009.

ATH! Þessar æfingabúðir eru í boði fyrir A, B og C skautara, nánari upplýsingar HÉR

1. leikur í Úrslitakeppni karla um ÍSLANDSMEISTARATITILINN

SUNNUDAGINN 22. MARS kl.17,00 VERÐUR SPILAÐUR HÉR Í SKAUTAHÖLLINNI Á AKUREYRI FYRSTI LEIKURINN Í 5 LEIKJA ÚRSLITAKEPPNI TIL ÍSLANDSMEISTARATILS. Auðvitað ætlum við að halda Dollunni norðan heiða en einnig næsta víst að SRingar ætla sér stóra hluti líka, svo að víst er að hart verður barist. Takið daginn frá því betri skemmtun finnst hvergi, allavega ekki þennan sunnudag. ALLIR AÐ MÆTA OG HVETJA SITT LIÐ, ÁFRAM SA ........................

Morguntími í fyrramálið

Á morgun fimmtudaginn 19. mars verður morguntími fyrir Novice, 15 ára og eldri B, 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A. Þeir sem eru í 8 B, 10 B, 12 B og 14 B mega mæta ef þeir hafa áhuga. Aðaláherslan þessa dagana er á basic test æfingarnar og einnig verið að undirbúa næsta vetur, þeir sem þurfa ekki í basic test í vor fara yfir aðrar æfingar. Munið að það er mæting 06:15 og æfingin byrjar 06:30 :)

Fyrsti heimsmeistaratitill Dana í krullu.

Engin krulla miðvikudaginn 18 mars.

Æfingar falla niður um helgina vegna Bautamóts í hokkí

Æfingar á laugardaginn og sunnudaginn allan um næstu helgi falla niður vegna bautamóts í hokkí. Æfingar verða þó samkvæmt tímatöflu á föstudag.

Fræðslukvöld ÍSÍ um íþróttameiðsl 19. mars

Næsta fimmtudagskvöld milli 17 og 21 í aðstöðu ÍSÍ verður fræðslukvöld um íþróttameiðsl. Endilega hvetjum alla áhugasama til að skrá sig á þetta námskeið, bæði þjálfara, iðkendur og aðra áhugasama.

BAUTAMÓTIÐ um næstu helgi

Um næstu helgi fáum við í heimsókn Björninn og SRinga og verður haldið hér á Akureyri 4. og 5. flokks mót í boði BAUTANS sem hefur stutt dyggilega við skautastarfið hjá okkur í SA, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Dagskrá mótsins má nálgast hér efst í valmyndinni til vinstri og er hún birt með fyrirvara um villur og mögulegar breitingar ef eitthvað óvænt kemur uppá.    4. flokks hluti mótsins er 3. og síðasti hluti Íslandsmóts þess flokks og ræðst þar hverjir verða meistarar þetta tímabilið. Þetta er býsna þétt dagskrá allann laugardaginn og til kl.16,00 á sunnudag. Þátttakendafjöldi mun vera um 130 svo þarna verður mikið fjör.   Klukkan 17,00 á sunnudaginn hefst svo 1. leikur í Úrslitum hjá meistaraflokki karla. Þar má bóka hörkuskemmtun þar sem SA og SR mætast.

Mammútar Íslandsmeistarar árið 2009.

Mammútar sigruðu Víkinga í úrslitaleik Íslandsmótsins fyrr í kvöld.

Úrslitaleikirnir kl. 20:00 í kvöld.

Eins og fram kemur í fréttinni á undan þá eru úrslitaleikirnir einir eftir þar sem ekki þarf að leika þriðju umferðina í undaúrslitunum. Það verða því engir leikir kl. 17:45 eins og áður er auglýst. Úrslitin eru kl: 20:00. 

Leikur um Íslandsmeistaratitilinn  Mammútar geng Víkingum á braut 2 

Leikur um þriðja sætið Garpar gegn Üllevål á braut 3.