Kjólaleiga, kjólasala

Viljum minna á kjólaleiguna eða kjólasöluna. Þið getið haft samband við Þórhöllu í s. 462-5733 / 868-9214 hún hefur nokkra kjóla hjá sér nú þegar. 

Foreldrafélagið.

Morguntíminn fellur niður

Á morgun fimmtudaginn 5. mars fellur niður morguntíminn hjá 5. 6. og 7. hóp. Þessi vika verður tekin rólega hjá þessum krökkum en frá og með næstu viku verður nær eingöngu farið að vinna í atriðum fyrir næsta keppnistímabil og basic test (grunnpróf ÍSS). Þeir sem þurfa ný prógröm fyrir næsta tímabil fá að vita það hjá Helgu þjálfara á næstu dögum, þá er mikilvægt að fara að leita að nýrri tónlist strax.

Sjötta umferð KEA Hótels deildarinnar í kvöld.

Leikir kvöldsins:
Víkingar MammútarRiddararSvartagengið
FífurSkytturÜllevålGarpar
Ísumsjón
MammútarFífurnarGarpar 

Góður árangur á barna- og unglingamóti 2009

Um síðustu helgi fóru alls 29 keppendur frá SA á barna og unglingamótið sem haldið var í Egilshöll í Reykjavík. Mótið gekk mjög vel og kom "liðið" heim með 3 gull, 4 silfur og 1 brons. Til hamingju með árangurinn :)

KEA HÓTELS deildin. Fimmtu umferð lokið.

Efstu liðin Mammútar og Garpar sigruðu sína leiki og eru efst með 8 stig. Fimm lið eru næst á eftir með fjögur stig.

C keppendur (3. og 4. hópur)

Við viljum biðja alla C keppendur að mæta í skautapilsi/kjól/keppnisfötum á æfingarnar fram að Vinamóti sem haldið verður um næstu helgi. Tímataflan og keppendalistinn eru á heimasíðunni okkar, kíkið endilega á það. Allir keppendur fá upplýsingablað í dag (mánudaginn 2. mars) með mætingatíma, tékklista og öðru tengdu keppni. Ef einhver kemst ekki á æfingu þann dag þá eru þessar upplýsingar hér undir lesa meira.

BANGSI Í ÓSKILUM

 

Lítill hvítur  bangsi í rauðri peysu varð eftir í rútunni, eigandinn getur nálgast hann til mín.

 

Allý, s - 8955804

Myndir, myndir. SA-Björninn 27. og 28. feb.

SA vann báða leikina við Björninn í mfl. um helgina eins og flestir vita og eru myndir frá föstudeginum hér 3-0 og nokkrar frá laugardeginum hér 7-1

Fimmta umferð KEA Hótel Deildarkeppninnar á mánudag.

Tvö lið geta farið í 8 stig, en leikar geta einnig farið þannig að fimm lið verði með 6 stig.

Frestaða leiknum frestað.

Enn varð að fresta leik Mammúta og Svartagengis sem vera átti á miðvikudaginn. Leikmenn Svartagengis voru í flensu og meiðslum. Unnið er í því að finna tíma til að klára þennan leik.