Allar æfingar hjá listhlaupadeildinni falla niður á föstudaginn og sunnudaginn, breytingar á mánudag

Föstudaginn 27. febrúar verðum við að fella niður allar æfingar hjá listhlaupadeildinni, meirihluti iðkenda og þjálfara verður í Reykjavík þessa helgi. Laugardaginn 28. febrúar verða óbreyttar æfingar. Sunnudaginn 1. mars verða nær allir iðkendur í Reykjavík sem eiga æfingu þann dag og þess vegna fellum við niður æfingar þann dag líka. Mánudaginn 2. mars verða breyttir æfingatímar, allar æfingar bæði ís og afís hjá 5.-7. hóp falla niður. 3. hópur mætir seinna þennan dag eða milli kl. 16:30 og 17:30 (enginn afís) og 4. hópur fær aukaæfingu milli 17:30 og 18:30.

Upplýsingar til keppenda á barna- og unglingamóti 2009

Hér koma smá upplýsingar til þeirra keppenda sem fara á barna- og unglingamótið í Reykjavík um helgina.

Fjórðu umferð lokið.

Garpar og Mammútar efstir með sex stig eftir fjórðu umferð. Mammútar eiga leik til góða og geta komist einir á toppinn á miðvikudaginn.

Miðvikudagurinn er síðasti dagur til að greiða fyrir suðurferð

Undir "lesa meira" eru upplýsingar varðandi greiðslu fyrir keppnisferð á barna- og unglingamót og einnig ýmsar upplýsingar um keppnisferðina sjálfa.

Tapað - fundið

1500 kr. fundust í klefa eftir æfingu hjá 6. hóp. Sá sem á þennan pening getur hringt í Helgu þjálfara.

Tímaplan á barna- og unglingamóti 2009

Tímaplan fyrir barna- og unglingamótið um helgina er að finna á heimasíðu Skautasambands Íslands: http://www.skautasamband.is/?mod=news&fun=viewItem&id=174

ÖSKUDAGSNAMMI

Allt öskudagsnammið er komið til skila, þeir sem komu og hjálpuðu okkur fá bestu þakkir fyrir , Guðmundur og Vigdís fá sérstakar þakkir fyrir útkeyrsluna. Kv. Kristín og Allý

Æfingar á fimmtudagsmorgun

Á fimmtudagsmorguninn næsta, 26. febrúar, verður morgunæfingatímanum breytt. 

Fjórða umferð deildarkeppninnar á mánudag.

Spennan magnast með hverri umferð. Fjögur lið hafa möguleika á að vera með sex stig eftir leiki mánudagsins.

Öskudagur hjá 3.-7. hóp

Næsta miðvikudag 25. febrúar, Öskudaginn, ætlum við að halda æfingatímum óbreyttum. Við viljum hvetja alla í 3. og 4. hóp til að mæta í öskudagsbúningunum sínum, farið verður í leiki, dansað við tónlist og annað skemmtilegt. Vegna Barna- og Unglingamóts í Rvík um helgina verður hefðbundin æfing hjá 5. 6. og 7. hóp. Í staðinn verður haldið upp á Öskudagurinn miðvikudaginn viku seinna eða þann 4. mars, þá skulu allir iðkendur í 5. 6. og 7. hóp mæta í búningum og verður gert ýmislegt skemmtilegt á æfingu þann dag :)