Einkatímar í listfengi fyrir prógröm/dansa

Sigrún Lind Sigurðardóttir ein af okkar toppskauturum í gegnum árin mun nú bjóða iðkendum LSA upp á einkatíma í túlkun og listfengi í prógrömmum/dönsum. Sigrún Lind hefur alla tíð sem skautari fengið lof frá dómurum og öðrum þjálfurum fyrir fágaðan skautastíl og túlkun. Hún hefur áhuga á að bjóða upp á einkakennslu fyrir þá iðkendur sem áhuga hafa og keppa fyrir félagið í keppnisflokkum A, B og C. Hver tími eru 20 mín og kostar tíminn 500 kr. Undir lesa meira má finna upplýsingar um hvernig panta á tíma.

Þriðja umferð deildarkeppninnar.

Þriðja umferð verður leikin á miðvikudagskvöld.

Þremur leikjum í annari umferð lokið

Tveir leikir fóru fram í kvöld. Skyttur sigruðu Garpa og Víkingar sigruðu Riddara. Einum leik frestað.

WC PAPPÍR OG ELDHÚSRÚLLUR

Þeir sem hafa áhuga á að selja pappír fyrir næstu suður ferð þurfa að láta mig vita nú í vikunni eða í síðasta lagi á fimmtudagskvöld, áætlað er að afhenta á föstudag, mánudag.

Allý, s - 8955804 - allyha@simnet.is

Íshokkí á Indlandi

Já nokkrir leikir fóru fram á Indlandi fyrir stuttu. "High lights" má sjá hér

 

Engin nammipökkun á mánudag!!!

 

Við ætlum ekki að pakka á mánudaginn vegna skorts á súkkulaði.

Endilega fylgist með hvenær við byrjum aftur á pökkuninni.

kv Stjórnin

Úrslit laugardags leikja

Seinni leikur Meistaraflokksliðanna endaði með sigri SA 5 - 1    Mörk/stoð SA Rúnar 2/0, Siggi Sig. 1/1, Andri Freyr 1/1, Steinar 1/0, Josh 0/1 og Siggi Árna 0/1.  3.Flokkur spilaði svo strax á eftir þeim eldri og sá leikur var öllu jafnari og meira spennandi og lauk í vítakeppni eftir að SR tókst að jafna í 4 - 4 þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. SRingar höfðu svo sigur í vítakeppninni og unnu leikinn 5 - 6.

Pökkunin hefst aftur í dag kl:13:30

Jæja, vörurnar eru komnar og við höldum ótrauð af stað á ný í öskudagspökkun klukkan 13:30 í dag, þegar foreldrar og börn í 3. & 4. hóp ætla að mæta á svæðið.

Sunnudagur

 

13:30-15:00 – 3&4 hópur
15:00-17:00 – 6.og 7 hópur

 

Öskudagsnammipökkun frestast fyrir hádegi

Þurfum því miður að fresta nammipökkun í dag, a.m.k. fyrir hádegi vegna vöruskorts :-(

Öskudagsnammipökkun

Það bráðvantar fólk til að aðstoða í nammipökkuninni, bæði fullorðna og börn. Hér er skiptingin milli hópa, endilega mætið!!

Sunnudaginn 15. febrúar
 
9:30-11:30 - 6. hópur
11:30-13:30 – 5. hópur
13:30-15:00 – 3&4 hópur
15:00-17:00 – 6.og 7 hó