Öskudagur

Öskudagur hjá 1. og 2. hóp

 

Næsta miðvikudag verður öskudagsæfing hjá 1. og 2. hóp. Foreldrum, forráðamönnum og systkinum er boðið að koma með á æfingu. Þetta verður venjuleg æfing en síðustu 10 mín verður smá "ball". Afístíminn þennan dag fellur niður. Hvetjum alla til að mæta í búningunum sínum…líka þá fullorðnu J

 

Kv. þjálfarar og stjórn

Öskudagsnammið

 

 Þá er öskudagsnammið allt komið í poka :) Það vantar einhverja til að keyra út namminu á mánudaginn upplýsingar hjá Kristínu og Allý S 6935120  8955804

 

Vegna vöruskorts er ekki hægt að pakka í dag en við pökkum á morgunn föstudag kl. 17:00

Kristín og Allý

Þriðju umferð lokið.

Hátt stigaskor einkenndi þriðju umferðina sem leikin var í kvöld, alls skoruðu liðin 57 steina eða að meðaltali 14 steina í leik.

NAMMIPÖKKUN

Síðasti dagur í pökkun verður á morgunn fimmtudag kl. 17:45  og gott væri að fá 4. hóp til að hjálpa, þetta tekur svona ca. einn  klukkutíma.

Kristín og Allý

Fundur fyrir A & B fimmtudagskvöld 19. feb

Foreldrafundur verður fimmtudagskvöldið 19. febrúar klukkan 20 í skautahöllinni á Akureyri í fundarherberginu sem er í skautahöllinni, um fyrirkomulag keppnisferðar á Barna- og unglingamót í Reykjavík, sem fram fer helgina 27. febrúar til 1. mars.

Myndir frá leik SA-SR 13. og 14. feb

 Hægt að skoða þær hér föstudag og hér laugardag.

Nammi pökkun á morgunn miðvikudag.

Nú höldum við áfram að pakka og reynum að klára. 5. hópur komið í pökkun eftir æfingu á miðvikudaginn kl. 17:15 - 19:00  6. hópur komið þið eftir ykkar æfingu kl. 19:05 - 20:00.  Svo sjáum við til hvort við þurfum að mæta á fimmtudaginn til að klára, fylgist með heimasíðu 3. og 4. hópur koma kannski og klára.

Kristín og Allý

Grunnpróf ÍSS - Basic test

Hér neðst í valmyndinni til vinstri má finna upplýsingar varðandi grunnpróf ÍSS sem fram fara nú í vor fyrir iðkendur í keppnisflokkum 12 ára og yngri A og B, 10 ára og yngri A og B og 8 ára og yngri A og B. Vinsamlegast kynnið ykkur það sem þar stendur og einnig inn á heimasíðu Skautasambands Íslands.

Breytingar á æfingatímum á sunnudagsmorgnum

Æfingatímar á sunnudagsmorgnum hafa breyst lítillega. Búið er að sameina 6. og 7. hóp og lengja æfingatíma hvers hóps, einnig er búið að lengja opna tímann. Opni tíminn er nú orðinn heil klukkustund og er aðallega ætlaður til æfinga fyrir basic test í vor en allir eru að sjálfsögðu velkomnir á þennan tíma til að æfa sig :) Undir "Ís- og afístímatafla 2008-2009" má sjá breytingarnar.