Karfan er tóm.
5, 6, og 7 hópum hefur verið boðið að læra teygjuæfingar næstu 3 þriðjudaga í Sjallanum.
Viljum við ath hvort áhugi sé hjá 3 og 4 hóp að koma og fræðast aðeins um mikilvægi þess að teygja vel og læra góðar teygjur.
Æfingarnar eru kl 17 næstu 3 þriðjudaga.
þeir sem hafa áhuga á þátttöku sendi tilkynningu á josasigmars@gmail.com
kv Stjórnin
Mammútar halda áfram sigurgöngu sinni í mótinu en þeir sigruðu Garpa í kvöld 6 - 2. Víkingar náðu að hefna ófaranna frá síðasta leik við Üllevål og sigruðu örugglega 9 - 2. Næstu leikir kl 9:30 í fyrramálið laugardag og síðan síðasta umferð kl 17:45.
Búið að breyta æfingum helgarinnar aftur! - Af óviðráðanlegum orsökum verður að breyta æfingum um helgina lítillega. Við vonumst til að þetta komi sér ekki illa fyrir neinn.
Föstudagskvöld | Laugardagur | |||
kl. 22:00 | kl. 17:45 | |||
Braut 2 | Braut 3 | Braut 2 | Braut 3 | |
Mammútar | Víkingar | Garpar | Mammútar | |
Garpar | Üllevål | Üllevål | Víkingar | |
Laugardagur | Laugardagskvöld úrslitaleikir | |||
kl. 9:30 | kl. 20:00 | |||
Braut 2 | Braut3 | Braut 2 | Braut 3 | |
Mammútar | Garpar | Lið í 1 sæti | lið í 3 sæti | |
Üllevål | Víkingar | Lið í 2 sæti | lið í 4 sæti |
Rétt í þessu var leiknum að ljúka. Svokölluð "írsk heppni" var greinilega ekki með írunum en strákarnir pökkuðu þeim saman 19-0.
Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn gegn Tyrkjum.
yfir og út.