06.04.2009
Páskafrí hjá 1. og 2. hóp byrjar 5. apríl og hefjast aftur æfingar miðvikudaginn 15. apríl.
05.04.2009
Það er ljóst að annað hvort Garpar eða Mammútar munu sigra í Marjomótinu sem lýkur á mánudagskvöld.
05.04.2009
Ivana dóttir Ivetu gestaþjálfara varð 14. á heimsmeistaramóti í listhlaupi sem haldið var í Los Angeles nú á dögunum. Hún er aðeins 16 ára gömul og er með þeim allra yngstu sem keppa á þessu móti. Við viljum óska henni/þeim innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fá þau öll til okkar í ágúst :)
04.04.2009
SA vann aftur í kvöld, nú 4 - 3. Leikurinn var bísna jafn og spennandi og skemmtilegur á að horfa. Jafnt var í lok 1.lotu 1 - 1, einnig eftir 2.lotu 2 - 2. SA var síðan á undan að skora í 3.lotu, fyrst á 45.mín. og svo á 54.mín. Björninn setti sitt 3. mark síðan á 56.mín og staðan þá orðin 4:3 og allt opið, en SA hélt sínu til enda og hafði sigur. Góóóðar SA !!!!!
04.04.2009
SA stúlkur unnu 5 - 4 með sigurmarki á 58. mínútu eftir forystu Bjarnarstúlkna fram á 55. mínútu er SA jafnaði. Með sigri tryggði SA sér Íslandsmeistaratitilinn. Góóóóðar SA !!!!!
03.04.2009
Mótið sem haldið er í Moncton, New Brunswick í Kanada stendur yfir frá 4. til 12. apríl.
02.04.2009
Nú eru hafnar æfingar fyrir vorsýningu LSA sem haldin verður sunnudaginn 26. apríl. Mjög mikilvægt er að iðkendur mæti áfram vel á æfingar svo sýningin verði sem glæsilegust!
02.04.2009
Þeim iðkendum sem stefna að því að taka grunnpróf ÍSS í vor er boðinn aukaístími til að æfa fyrri hluta grunnprófsins (sporaæfingarnar). Í boði verður að mæta á ístíma 3. eða 4. hóps þegar hentar á virkum dögum. Settar verða keilur utan um einn rauðan hring í horninu sem iðkendur geta nýtt til að æfa sporin. Endilega nýtið ykkur þennan tíma til að fínpússa :)
01.04.2009
Úrslit og staða í mótinu HÉR
01.04.2009
Á föstudagskvöldið kl.22,00 mætir kvennalið Bjarnarins í Skautahöllina hér á Akureyri til leiks gegn SA í fyrri leik helgarinnar og svo er seinni leikurinn á laugardaginn kl.18,00. SA leiðir keppnina með 15 stigum gegn 9 svo Birnurnar þurfa að vinna báða leikina til að eiga möguleika á titlinum en markahlutfall beggja liða er 0 samkvæmt IHI vefnum. En það þýðir að bæði lið hafa skorað jafnt, þ.e. 25 mörk og þarafleiðandi líka fengið á sig 25. Ótrúleg staða, eða hvað (O; ÁFRAM SA ..........