Páskafrí hjá 1. og 2. hóp!

Páskafrí hjá 1. og 2. hóp byrjar 5. apríl og hefjast aftur æfingar miðvikudaginn 15. apríl.

Lokaumferð Marjomótsins á mánudagskvöld.

Það er ljóst að annað hvort Garpar eða Mammútar munu sigra í Marjomótinu sem lýkur á mánudagskvöld.     

Ivana 14. á heimsmeistaramóti í listhlaupi 2009

Ivana dóttir Ivetu gestaþjálfara varð 14. á heimsmeistaramóti í listhlaupi sem haldið var í Los Angeles nú á dögunum. Hún er aðeins 16 ára gömul og er með þeim allra yngstu sem keppa á þessu móti. Við viljum óska henni/þeim innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fá þau öll til okkar í ágúst :)

SA vann aftur

SA vann aftur í kvöld, nú 4 - 3. Leikurinn var bísna jafn og spennandi og skemmtilegur á að horfa. Jafnt var í lok 1.lotu 1 - 1, einnig eftir 2.lotu 2 - 2. SA var síðan á undan að skora í 3.lotu, fyrst á 45.mín. og svo á 54.mín. Björninn setti sitt 3. mark síðan á 56.mín og staðan þá orðin 4:3 og allt opið, en SA hélt sínu til enda og hafði sigur.  Góóóðar  SA !!!!!

Leik gærkvöldsins lauk með sigri SA kvenna

SA stúlkur unnu 5 - 4 með sigurmarki á 58. mínútu eftir forystu Bjarnarstúlkna fram á 55. mínútu er SA jafnaði. Með sigri tryggði SA sér Íslandsmeistaratitilinn.   Góóóóðar SA !!!!!

HM karla í krullu hefst laugardaginn 4 apríl.

Mótið sem haldið er í Moncton, New Brunswick í Kanada stendur yfir frá 4. til 12. apríl.  

Vorsýning LSA 2009

Nú eru hafnar æfingar fyrir vorsýningu LSA sem haldin verður sunnudaginn 26. apríl. Mjög mikilvægt er að iðkendur mæti áfram vel á æfingar svo sýningin verði sem glæsilegust!

Iðkendur sem fara í Grunnpróf ÍSS í vor!

Þeim iðkendum sem stefna að því að taka grunnpróf ÍSS í vor er boðinn aukaístími til að æfa fyrri hluta grunnprófsins (sporaæfingarnar). Í boði verður að mæta á ístíma 3. eða 4. hóps þegar hentar á virkum dögum. Settar verða keilur utan um einn rauðan hring í horninu sem iðkendur geta nýtt til að æfa sporin. Endilega nýtið ykkur þennan tíma til að fínpússa :)

Fjórðu umferð Mrjomótsins lokið.

Úrslit og staða í mótinu HÉR

Leikir í kvennaflokki um helgina

Á föstudagskvöldið kl.22,00 mætir kvennalið Bjarnarins í Skautahöllina hér á Akureyri til leiks gegn SA í fyrri leik helgarinnar og svo er seinni leikurinn á laugardaginn kl.18,00.   SA leiðir keppnina með 15 stigum gegn 9 svo Birnurnar þurfa að vinna báða leikina til að eiga möguleika á titlinum en markahlutfall beggja liða er 0 samkvæmt IHI vefnum. En það þýðir að bæði lið hafa skorað jafnt, þ.e. 25 mörk og þarafleiðandi líka fengið á sig 25. Ótrúleg staða, eða hvað (O;   ÁFRAM SA ..........