Kvennaleikurinn á síðasta laugardag
SA stúlkur skelltu sér suður í borg óttans á laugardaginn og kepptu við Bjarnastúlkur um kvöldið kl 18:15. Eftir skemmtilega kynningu sem minnti á kynningar út í heimi byrjaði leikurinn af krafti.
SA stúlkur skelltu sér suður í borg óttans á laugardaginn og kepptu við Bjarnastúlkur um kvöldið kl 18:15. Eftir skemmtilega kynningu sem minnti á kynningar út í heimi byrjaði leikurinn af krafti.
Það er mikið um að vera í hokkí um helgina því 4. flokkur fer suður til keppni í Egilshöll og verður farið af stað frá skautahöllinni kl 12.30 (mæting 12.00) á föstudag með rútu og þeir taka megnið af 5. flokki með sem B lið. Reikna má með að komið verði til baka um kvöldmatarleitið á sunnudag. Dagskráin er hér
Mér sýndist á narfavefnum hjá Sigga Sig. að meistaraflokkurinn okkar hefði óskað eftir aðstoð narfamanna við upprifjun í íshokkí. Gaman verður að sjá hvort þessi kennslustund dugir okkar mönnum til sigurs um helgina gegn Birninum hér í Skautahöllinni á Akureyri (0;
Bikarmóti 2004 í listhlaupi fór fram nú um helgina og lauk með glæsilegum árangri SA.
Staðan í kvennaleiknum eftir 2. leikhluta var SA 2 mörk Björninn 0 ,
Lokastaða 3 - 0 fyrir SA stelpunum, góóóóðar stelpur. Smelltu hér til að skoða myndir frá leiknum (ekki allar 100% en so what)
Nú um helgina 20. - 21. nóvember fer fram Bikarmót í listhlaupi. Keppt verður í 5 flokkum. Á laugardeginum keppa 8 ára og yngri A, 10 ára og yngri A, 12 ára og yngri A, Novice og Junior. Á sunnudeginum keppa Novice og Junior í Free Skating.
Mótssetning er kl. 9:45 á laugardeginum og verðlaunaafhending kl. 14:00. Keppni hefst kl. 8:50 á sunnudeginum og verðlaunaafhending kl. 11:10.