Gimli mótið 2016

Aðeins einn leikur var leikinn í Gimli mótinu 2016 sl. mánudag.

SA Víkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

SA Víkingar lögðu SR nú fyrr í kvöld og tryggðu sér þar með farmiðann inn í úrslitakeppnina. Lokatölur leiksins voru 7-2 fyrir Víkingum en SR-ingar misstu með tapinu af möguleikanum á því að komast inn í úrslitakeppnina í ár. Hverjum Víkingar mæta í úrslitakeppninni á eftir að koma í ljós en Esja og Björninn berjast um sætið lausa.

SA Víkingar mæta SR laugardag

SA Víkingar taka á móti SR-ingum í Hertz deildinni á morgun, laugardag kl 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingum vantar aðeins eitt stig til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Strax að loknum leik hefst leikur SA 3. flokks en þeir mæta einnig SR og geta með sigri farið langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.

Marta María sigraði stúlknaflokk A með miklum yfirburðum og Emilía Rós varð efst Íslendinganna.

Þá er Reykjavíkurleikunum í Listhlaupi lokið og stóðu stelpurnar okkar sig mjög vel.

Gimli mótið 2016

Leikir í 3. umferð.

U-20 ára lið Íslands í íshokkí í fimmta sæti á HM

U-20 ára lið Íslands sem keppir í 3. deild varð að gera sér fimmta sætið að góðu eftir að hafa tapað naumlega gegn Nýja-Sjálandi í leiknum um bronsið í gærkvöld. Mexíkó vann riðilinn á heimavelli og fara upp um deild en Búlgaría náði öðru sætinu og Nýja-Sjáland því þriðja.

SA með um þriðjung Íslandsmeistara og landsliðsfólks Akureyrar

Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi síðastliðin miðvikudag. Íþróttamaður Skautafélags Akureyrar árið 2015, Emilía Rós Ómarsdóttir, varð fimmta í kjörinu. Skautafélagið á tæpan þriðjung landsliðsfólks akureyrskra íþróttafélaga og rúman þriðjung Íslandsmeistara.

Ásynjur og 3. Flokkur með góða sigra sunnan heiða

Nýkrýndir deildarmeistarar, Ásynjur sigruðu Björninn í gærkvöld í Egilshöllinni 4-1. Mörk Ásynja skoruðu Thelma Guðmundsdóttir (2), Birna Baldursdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir. Þetta var síðasti leikur milli þessara liða í deildinni áður en þau mætast í úrslitaeinvígi sem hefst 15. febrúar.

Narfi frá Hrísey kom sá og sigraði á Magga Finns

Narfi frá Hrísey vann öruggan sigur á hinu árlega Magga Finns móti sem haldið var í Skautahöllinni um helgina. Mikið fjör var á lokahófinu sem haldið var í mótslok í pakkhúsinu en lið og leikmenn voru þar heiðraðir fyrir afrek helgarinnar. Hér að neðan eru helstu afrek helgarinnar og myndir frá Sigurgeiri Haraldssyni má finna HÉR.

Gimli mótið 2016

Síðast liðinn mánudag voru tveir leikir í annari umferð Gimli mótsins 2016. Víkingar sigruðu Garpa 6-5 og Restin lagði Ice Hunt 5-4.