Bautamótið - myndir

Batuamótið í 4. flokki stendur sem hæst. Nokkrar myndir komnar inn í myndaalbúm og gætu fleiri bæst við eftir því sem líður á helgina. En það hefur einnig sést til alvöru ljósmyndara á svæðinu þannig að vonandi koma mun betri myndir en þessar inn á vefinn innan tíðar.

U20 geta náð 3. sætinu, leika gegn Serbum í kvöld

Eftir tvo sigurleiki gegn Belgíu og Ástralíu mættu Íslendingar tveimur sterkustu liðum deildarinnar, fyrst Eistlendingum og síðan Suður-Kóreumönnum á HM U20 sem fram fer í Serbíu. Jóhann Már Leifsson með mark eftir 29 sekúndur gegn Suður-Kóreu. Íslenska liðið getur náð þriðja sætinu í deildinni með sigri á Serbum í kvöld.

Níu frá SA keppa á RIG

Núna um helgina taka níu stelpur úr Listhlaupadeild SA þátt í alþjóðlegu listskautamóti sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal. Mótið er hluti af íþróttahátíðinni Reykjavík International Games, eða RIG.

Bautamótið í 4. flokki - breyttur almenningstími á laugardag

Á laugardag og sunnudag fer fram Bautamótið í íshokkí þar sem lið í 4. flokki eigast við. Almenningstími á laugardaginn verður styttur vegna mótsins.

Íslandsmótið í krullu nálgast

Reiknað er með að deildarkeppni fyrir Íslandsmótið í krullu hefjist í Skautahöllinni á Akureyri mánudagskvöldið 28. janúar.

Íþróttamenn ársins heiðraðir af ÍBA

Anna Sonja Ágústsdóttir, íþróttamaður SA 2012, var ásamt íþróttamönnun fimmtán annarra aðildarfélaga ÍBA heiðruð í hófi á Hótel Kea í dag.

Ásynjur með fimm marka sigur

Ásynjur sigruðu Ynjur í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld og eru því enn ósigraðar.

Stórleikur í kvöld kl. 19.30: Ásynjur - Ynjur

Í kvöld fer fram einn leikur í mfl. kenna á Íslandsmótinu í íshokkí. SA-liðin tvö, Ásynjur og Ynjur, mætast og hefst leikurinn kl. 19.30.

Breytt tímatafla á ís þessa viku

Vegna undirbúnings fyrir Reykjavík International Games (RIG) verða breytingar á tímatöflu Listhlaupadeildar (á ís) þessa vikuna. Athugið að afístímar í Laugargötunni breytast ekki.

Tveir sigrar hjá U-20

Unglingalandsliðið í íshokkí, skipað leikmönnum yngri en 20 ára hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu.