Leikjum dagsins frestað - Engir leikir um þessa helgi

Vegna ófærðar hefur leikjum Víkinga og Húna annars vegar og Ásynja og Bjarnarins hins vegar verið frestað.

Okkar stelpur í 15. og 19. sæti á ISU Icechallenge

Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir luku keppni á ISU Icechallenge í Graz í Austurríki á miðvikudag.

Suðurferð frestað, innanfélagsmót í staðinn

Helgarmóti í 4. flokki frestað, innanfélagsmót hjá 4. flokki og 5A í staðinn.

Besta jólagjöfin

Verum tímanlega með jólagjöf skautabarnsins :::

Krulla: Okkar fólk í 2. og 8. sæti í Danmörku

Fimm Akureyringar gerðu það gott á Tårnby Cup krullumótinu í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Lið héðan í 8. sæti og leikmaður héðan í blönduðu liði sem fór alla leið í úrslitaleikinn.

SA-stelpurnar um miðjan hóp

Keppt var í stuttu prógrammi á ISU Icechallenge í Graz í Austurríki í morgun. Okkar stelpur eru í 18. og 20. sæti eftir fyrri keppnisdag. Keppt í frjálsu prógrammi í fyrramálið.

Breytingar á mótaskrá vegna frestunar

Helgarmót í 3. flokki fært aftur um viku, frestaðir leikir Jötna og Ynja gegn Birninum settir á laugardaginn 24. nóvember.

Krulla: Æfing í kvöld, þremur leikjum frestað

Í kvöld, mánudagskvöldið 5. nóvember, átti að fara fram 2. umferð Gimli Cup. Af ýmsum ástæðum hefur öllum þremur leikjum umferarðinnar verið frestað og því verður bara hefðbundin æfing í kvöld fyrir þá sem geta og nenna.

Listhlaup: Tvær úr SA á leið til Austurríkis

Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar á tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu í listhlaupi sem keppir á Icechallenge 2012 í Graz í Austurríki núna í vikunni. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir eru einnig í landsliðshóp sem valið verður úr fyrir Norðurlandamótið 2013.

Fjör hjá þeim yngstu

Fjölmargir hokkíkrakkar lögðu leið sína í Skautahöllina á Akureyri í morgun til keppni á innanfélagsmóti. Hér eru örfáar myndir teknar ofan af svölunum í höllinni.