Úrslit úr fyrsta innanfélagsmóti vetrarmótaraðarinnar

Um helgina fór fram fyrsta umferð í innanfélagsmóti vetrarmótaraðarinnar. Breytingar voru gerðar á liðunum frá haustmótaröðinni og liðum bætt við þar sem iðkenndum hefur fjölgað hvað af er vetri. Hér eru úrslit helgarinnar úr 4/5 flokks deild, 6/7 flokks deild og Royal mótinu.

Gimlimótið 2016

Í kvöld hefst Gimli mótið 2016

Tímatafla vorannar er komin á vefinn

Ný tímatafla hefur tekið gildi hjá listhlaupinu og um leið hefur orðið tilfærsla á milli hópa.

Fullt hús stiga hjá SA úr Laugardalnum um helgina

SA spilaði þrjá leiki um helgina í laugardalnum alla við SR og komu 9 stig norður úr viðureignunum. SA Víkingar riðu á vaðið í Hertz deild karla á föstudagskvöld og sigruðu SR með 7 mörkum gegn 3. Annar flokkur SA vann SR 6-2 á laugardaginn og Ásynjur sigruðu SR síðar um kvöldið 11-0 í Hertz deild kvenna.

Minningarsjóður Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum

Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2016.

Emilía Rós Ómarsdóttir er íþróttamaður SA 2015

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Emilíu Rós Ómarsdóttur íþróttamann félagsins fyrir árið 2015. Emelía mun því vera ein af þeim íþróttamönnum sem koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar í hófinu sem haldið verður 20. janúar í Menningarhúsinu Hofi.

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar hækkaður í 16.000 kr

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar var á dögunum hækkaður og verður 16.000 krónur fyrir árið 2016. Þetta eru gleðitíðindi fyrir forráðamenn allra iðkennda yngri en 18 ára þar sem styrkurinn nýttist upp í æfingargjöld hjá Skautafélaginu.

SA Víkingar stigalausir á nýju ári en Ynjur og 2. flokkur með fullt hús.

SA Víkingar voru enn í jólafríi þegar þeir tóku á móti Bjarnarmönnum í gærkvöld en Björninn vann leikinn auðveldlega, lokatölur 8-5. Ynjur unnur Björninn í fyrri leik kvöldsins 10-0 í Hertz deild kvenna og minnkuðu muninn í Ásynjur. Sama markatala var í 2. flokki þar sem Björninn mæti ekki til leiks og okkar menn fengu því stigin gefins og markatöluna 10-0.

Æfing í kvöld

Æfingin hefst kl. 20:00 að venju.

BREYTTUR LEIKTÍMI! SA Víkingar og Ynjur mæta Birninum í dag

SA Víkingar mæta Birninum í Hertz deildinni í dag, sunnudaginn 3. janúar en leikurinn hefst kl 19.00 í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikur dagsins verður hinsvegar Ynjur - Björninn í Hertz deild kvenna en leikurinn hefst kl 16.30.