Uppskeruhátíð 7., 6., 5., 4. og 3. flokks Í GÆR

Hátíðin í gær tókst held ég með ágætum og var farið í ýmsar þrautir, verðlaunum úthlutað, grillaðar pylsur og allir skemmtu sér hið besta. Nú er æfingum vetrarins formlega lokið en flokkunum er frjálst að koma á skauta í æfingatimunum sínum á dag en ekki á fimmtudaginn næsta fyrr en eftir kl 18.00 sér til skemmtunar en það verða þó engir þjálfarar. Til að skoða myndir frá gærdeginum smelltu þá hér.

Uppskeruhátíð 7., 6., 5., 4. og 3. flokks Í DAG

Jæja krakkar, nú er komið að því. Í dag kl. 17 til 19 höldum við hátíð á Skautasvellinu, nú er um að gera að allir mæti OG FORELDRAR LÍKA!!

ÁRSHÁTÍÐ OG EVROVISJÓN PARTY NARFA OG SKAUTAFÉLAGS AKUREYRAR!!

Árshátíðin verður haldin á Fiðlaranum 4. hæð laugardaginn 21.maí. Húsið opnar kl 19:45 og mun matur hefjast kl 20:30. Evrovisjón verður sýnt á breiðtjaldi, einnig munu feðgarnir Jónsteinn og Elvar sjá um að skemmta fólki. FÍLLINN fyndnasti maður íslands kemur og verður með smá uppistand. Við hvetjum alla að mæta og sletta ærlega úr klaufunum. Miðaverð er kr.3500 á kjaft. Miðapantanir eru í síma 461-3222 hjá Helga og svo hjá Hédda 893-2282. Allir að MÆÆÆÆÆÆÆTAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!

S.A. vann!!

S.A. vann S.R. 8-2 í gærkvöld. S.A. sýndi loksins sitt rétta andlit og yfir spilaði S.R. 3 leikur liðanna verður á þriðjudag í Reykjavík kl 20:00 og ætla S.A. menn sér ekkert annað en sigur. ÁFRAM S.A.!!!!!! staðan er núna jöfn 1-1 í baráttunni um íslandsmeistara titilinn.

S.A. VS s.r.

Íshokki íshokki íshokki. Nú um helgina eigast við S.A. og S.R. í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í íshokki. Ekki er annað hægt að segja en að leikmenn S.A. tvíefldir fyrir þennan leik, eftir hrakfallir í fyrsta leik. Strákarnir okkar ætla sér ekkert annað en sigur í þessum, sem og í næstu tvemur leikjum. Því vonum við að fólk komi og troðfylli höllina, verði með brjáluð læti og geri allt vitlaust í höllinni. Leikurinn hefst kl 17:00 á laugardaginn, allir að mæta og ÁFRAM S.A.!!!!!!!!!!!!! Og það er skyldu mæting hjá öllum flokkum, krakkar takið mömmu og pabba með, ömmu og afa, frænda og frænkur!!

Vorsýningin VOR Í LOFTI

Í dag fimmtudaginn 21. apríl kl. 17:00 verður vorsýning listhlaupadeildarinnar og ber sýningin heitið VOR Í LOFTI!  Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir kr. 500 en ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

1. leikurinn í úrslitum SR - SA

SR-SA. SR leiðir 3-1 eftir 1. lotu. Staðan eftir 2 lotur er 7-5 fyrir SR. Leikurinn hraður og skemmtilegur. Leiknum lauk með sigri SR 9-6.

Myndir frá Landsbankamótinu um síðustu helgi

Smelltu hér til að skoða

Íslandsmeistarar Kvenna 2005

Eftir leikinn á laugardagskvöld tóku stelpurnar við Íslandsbikar kvenna sem er farand-bikar og eignabikar ásamt gull-medalíum. Hér má skoða myndir af viðburðinum.

7 á hættuslóð

eða,  “Þegar stelpurnar fóru suður til að taka við bikarnum”