5-7 flokkur á heimleið

Þau verða væntanlega við Skautahöll uppúr kl. 20:00.

Landsbankamót 5-6-7 flokkur og fl.

Jæja, í dag er sunnudagur og allir glaðir eftir skemmtilegan gærdag þar sem 5.fl. tapaði tvisvar naumt og gerði eitt jafntefli í æsispennandi og jöfnum leikjum, 6.fl. vann sína þrjá suma stórt og aðra stærra og sjöundi fl. spilaði svo sannarlega með hjartanu og hafði gaman af. Í pásunni eftir hádegið var að farið í sund í grafarvoginum og síðan í keilu í Öskjuhlíð og deginum lauk með ærlegri pizzaveislu á gistiheimilinu. það er líka gaman að segja frá því að í leikjum dagsins var heilmikill kraftur og gleði en dómarar leikjanna sáu til þess að enginn fór fram úr sjáfum sér í ákafanum þannig að til fyrirmyndar var, og þökkum við fyrir það. þess má líka geta í leiðinni að í leik sem hófst kl. 17.30 í Skautahöllinni á Akureyri á milli Mfl. SA. og Bjarnarins vann SA sannfærandi sigur og eins í 3fl. leik sem á eftir fór þar. hér fyrir sunnan í Egilshöllinni luku hins vegar kvennalið SA og Bjarnarins síðasta leik sínum í íslandamótinu sem hófst kl. níu um kvöldið og er skemmst frá því að segja að SA stelpur unnu (að venju) og tóku á móti bikarnum við mikla gleði. Svo það má með sanni segja að þetta hafi verið góður og viðburðaríkur dagur fyrir SA Hokkí. Víð erum nú á leið upp í Egilshöll þar sem 7. fl. spilar tvo leiki á eftir og 5.fl. einn og svo er áætlað að leggja af stað heim um tvöleitið með venjubundnu stoppi í Staðarskála. Myndir voru einhverjar teknar að venju og munu þær verða settar inn við fyrsta tækifæri.

S.A. leggur Narfa að velli

Skemmtilegur leikur var í skautahöllinni í gærkvöldi!

Landsbankamót Egilshöll 16 -17. Apríl 2005 5-6-7 flokkur

Nú er komið að því að 5., 6. og 7. flokkur fari suður í síðasta mót vetrarins í þessum flokki. Þetta mót fer fram í Egilshöllinni og byrjar fyrir okkur á laugardagsmorgun og klárast á rétt fyrir miðjan sunnudag.  Smelltu hér til að skoða dagskrá mótsins Að venju fer hópurinn með rútu frá Skautahöllinni og brottför kl. 15.00 á föstudeginum, mæting hálftíma fyrr, og kemur til baka um kvöldmatarleitið á  sunnudeginum (svona nokkurn vegin). Auðvitað sendum við svo öllum hópnum baráttukveðjur og óskum þeim góðrar ferðar og skemmtunar.

Um vinamótið og æfingar!

Vegna Vinamótsins laugardaginn 16. apríl verða nokkrar breytingar hjá flestum flokkum á næstu dögum.  Á morgun miðvikudag 13. apríl verða miðar sendir heim með iðkendum allra flokka!  Ég bið alla um að kíkja á miðana eða lesa sér til hér undir tenglinum "lesa meira"!

Landslið karla kom til landsins i gærkvöldi

Þá er lokið þáttöku okkar í heimsmeitarakeppni í 2. deild B-riðli.

4.Flokkur á heimleið.

Strákarnir lögðu á stað heim kl 11:00 og verða komnir í Skautahöllina um kl 16:00.

4.Fl.Mót Laugardal

Dagurinn var tekinn snemma og 4.b mætti í 1. leik kl. 08:00 við SR-b2 úrslitin þar voru 4-1 SR í vil, kl. 09:45 var svo spilað við SR-b1 og þar gekk aðeins betur 3-2 fyrir SR. 4.fl. spilaði svo við SR-a úrslit 1-8 síðast við Björninn-a þar sem Björninn vann 4-2. Þeim leik lauk um eittleytið og fóru þá flestir í sund og síðan var pizza-veisla um þrjú og svo var haldið í keilu kl. fjögur til fimm. Svo var 4. flokks strákunum sem spila áttu með 3.fl. skuttlað upp í Egilshöll og dokað þar við um stund og fylgst með 1. leikhluta áður en farið var á gistiheimilið til að nærast og hvílast. Einhverjar myndir voru teknar yfir daginn og hægt að smella hér til að skoða þær.

4.Fl.Mót Laugardal

Jæja, í dag var að sumu leiti merkilegur og ánægjulegur dagur því 4.flokkurinn okkar vann sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu er þeir lögðu Björninn 5:4 í mjög skemmtilegum og vel spiluðum leik. Ferðinn suður gekk afar vel, örlítil hálka var langleiðina í Varmahlíð en auður vegur eftir það. Stoppað var eins og venjulega í Staðarskála og borðað nesti en annars var ferðin tíðindalítil og átakalaus við vídeóáhorf og afslöppun. SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDIR

Spánverjar eitraðir á "power play"

Strákarnir urðu að lúta í gras fyrir spanjólum: Spánn-Ísland 5-2 (0-1)(2-0)(3-1).