Stanislav fækkar í hópnum

Stanislav Berger landsliðsþjálfari karlalandsliðsins var mað æfingabúðir á Akureyri um helgina, í gærkvöldi fækkaði hann í landsliðshópnum niður í 24 en endanlegur hópur verður 22 þannig að enn á eftir að fækka um 2 þeir verða teknir út u.þ.b. viku fyrir brottför

Breyting á æfingatíma 6., 7. flokks og skautaskóla

Vegna leiks í mfl.karla á sunnudagsmorguninn 13. mars færast æfingar 6.,7. og skautaskóla til kl.19.00 sama dag og 4. og 5. til kl. 20.00 .

hokkiveisla næstu helgi!!

Já nóg verður um hokki um komandi helgi. Því þá mætast Narfi og SR á Akureyri fyrri leikurinm kl 17:00 á laugardag og seinni leikurinn kl 10:00 á sunnudag . Old boys fara suður yfir heiðar og etja kappi við S.R. og Björninn um Sveinsbikarinn mikla, og loks verða landsliðsæfingar hjá karlalandsliðinu um helgina á akureyri. Þannig að nóg af hokki og hvetjum við áhugafólk um hokki að kíkja einhverjar hallirnar og skoði smá hokki. guð blessi ykkur og kviss kvam búmm!!

3.flokkur og kvennaflokkur leikjum frestað

Leikjum SA í kvennaflokki og 3.flokki sem vera áttu fyrir sunnan um helgina hefur verið frestað í bili

MYNDIR 5. 6.&7.fl.mót í Laugardal MYNDIR

Hægt er að sjá myndir úr ferðinni með því að smella á dagana. Föstudagur - Laugardagur - Sunnudagur

Nýjar myndir!

Nýjar myndir komnar frá öskudeginum og Íslandsmóti barna og unglinga...fleiri væntanlegar bráðlega! :)

Breyting á æfingatímum hjá 5. flokki-Græna hópnum!

Vegna barna í 5. flokki (græna hópnum)!

Það verður breyting á æfingatímum hjá græna hópnum til frambúðar frá og með laugardeginum 12. mars 2005.

Nýju æfingatímarnir eru:

Miðvikudagar frá 5-6 og laugardagar frá 12-13.

Við vonum að allir verði ánægðari með þetta fyrirkomulag

Kv. Þjálfarar og stjórn.

U18 valið.

Sergei Zak, þjálfari U18 ára landsliðs Íslands í íshokkí hefur valið endanlegan 20 manna hóp sem halda mun utan 20. mars til þátttöku í heimsmeistaramótinu. Leikmenn liðsins eru:

5. - 7.flokkur Laugardalsmót

Jæja, þá er síðast dagur mótsins liðinn og allir hafa skilað sér heim eftir viðburðaríka og skemmtilega helgi. Sunnudagurinn hófst hjá 6. og 7.flokki kl. 8.35 með leikjum við björninn þar sem báðir töpuðust, 6. naumlega eftir góðan leik þar sem báðir aðilar lögðu bæði hjarta og sál í leikinn og 7. stærra. Síðan var röllt heim á gistiheimili þar sem keppendur fengu hressingu eftir átökin en þar voru þá fyrir 5.flokkur að borða morgunmatinn og gera sig klára fyrir sinn síðasta leik við björninn kl. 11.05 Sá leikur VANNST og var hraður og mjög skemmtilegur á að horfa fyrir utan nokkur atvik þar sem ákafinn og keppnisskapið bar menn heldur af leið og því miður þurfti að styðja nokkra af velli, en allt jafnaði þetta sig þó fljótt fyrir utan að leikmaður nr.6 Daníel Baldursson í liði SA lenti upp á slysadeild með brákaða hendi. Eftir að björninn b og SR c höfðu svo lokið síðasta leik mótsins var verðlaunaafhending á svellinu þar sem allir fengu medalíu og einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu umgengni í búningsklefum og þá viðukenningu hlutu..........JÁ AUÐVITAÐ SA !!!! Eftir ahendinguna var svo pissuveisla fyrir allan hópinn á áhorfendapöllunum. SRingar fá bestu þakkir fyrir gott skipulag og móttökur og allir þáttakendur fyrir skemmtilegt mót. Eftir mótslok kom rúta að sækja farangur og fólk og leiðin lá uppá gistiheimili þar sem allir hjálpuðust að við að bera töskur og dót út í rútu og síðan léku þjálfarar við krakkana á meðan gengið var frá og svo var lagt af stað þegar klukkan var langt gengin í tvö. Við stoppuðum svo í Staðarskála þar sem allir fengu hamborgara, kók OG FIMMHUNDRUÐKALL til eigin ráðstöfunar. Auðvitað urðu flestir fimmhundruðkallarnir eftir í sjoppunni og var svo haldið áfram og lent við Skautahöllina rétt fyrir kl. átta þar sem foreldrar og aðrir biðu eftir hópnum. Foreldrafélagið undir forystu Dýrleifar sá um allan undirbúning og skipulag ferðarinnar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir sem og þjálfurm og fararstjórum. OG KRAKKAR þið stóðuð ykkur vel og takk fyrir góða framkomu og skemmtilega helgi.

5. - 7.flokkur Laugardalsmót

Annar dagur búinn með misjöfnu gengi. 5.flokkur byrjaði daginn kl.9. með leik við björninn og vann þar þokkalegan sigur ( man ekki tölurnar ca. 6-2) og kl.10.40 byrjaði 7.flokkur að spila við björninn í 2x15 mín. og varð undir þar en þau héldu samt ótruð áfram viðstöðulaust í aðra viðureign og nú við SR sem stóð aðrar 2x15 mín. og ekki unnu þau heldur þar, en ósköp voru þau lúin eftir þessa törn. 6. flokkur spilaði líka kl.10.40 við SR og urðu að sætta sig við tap þrátt fyrir vilja til annars. Næsti leikur var hjá 5.flokk kl.12.45 gegn SR aftur og urðu úrslitin á verri veginn fyrir okkar menn. Þá var drifið sig heim í samlokur og djús og kl.2.30 voru svo allir mættir í keiluhöllina þar sem fólkið skemmti sér um stund í keilu og aðra skemmtan, og svo var drifið sig í sund og pissuveisla á eftir.´Síðasti leikur dagsins var svo seinni leikur 5.flokks við SR og urðu úrslitin á sömu lund og áður