Heiðar Gestur Smárason í tveggja leikja bann.

IHI hefur dæmt leikmann Narfa, Heiðar Gest Smárasonar í tveggja leikja bann vegna atviks sem á átti sér stað í leik Narfa gegn Birninum um daginn. Hægt er að lesa um dóminn á heimasíðu ihi.is.Einnig hefur heyrst að útsendarar liða í ensku úrvalsdeildinni séu á höttunum eftir þessum snjalla "sparkmanni" og þykir ekki ólíklegt að Heiðar Gestur leggji skautana á hilluna, og taki upp knattspyrnuiðkun í landi tes og kexkakna.

SA vann seinni leikinn!

SA vann seinni leikinn við Björninn í morgunn. Leikurinn var í járnum allann tímann en okkar menn lentu þó aldrei undir eins og í gær og tókst með skynsamlegum leik og frábærri markvörslu að tryggja sigur. Eftir þessar viðureignir á Björninn ekki möguleika á að lenda ofar en í 3. sæti.

Björninn-SA 2-3 (0-0/0-1/2-3)

Mörk S.A. Tibor Tatar 2 og Björn Már (1). Mörkin þóttu öll sérstaklega falleg og þá sérstaklega þrumufleygur Bjössa frá bláu línunni í sammarann

S.A. Vs Björninn jafntefli!!

S.A. gerði jafntefli gegn birninum 4-4 í jöfnum og góðum leik í egilshöll í kvöld. Bjarnarmenn byrjuðu leikin betur í fyrstu lotu 2-1. í annari lotu var leikurinn í járnum en björninn náði samt að vinna hana 2-1. Þriðja lota var gríðalega spennandi en fór þannig að S.A. menn náðu að vinna hana 2-0 og jafna leikinn þegar 4 mínutur voru eftir af leiknum, og var þar að verki guðmundur snorri eftir góðan undir búning frá Birni Jakobssyni. Mörk S.A. voru skoruð af Tibor 1, Björn Már 1, Arnþór 1, og Guðmundur 1. Michal Kobezda átti góðan leik í marki norðanmanna og hélt þeim í leiknum allan tíman.Sömuleiðis áttu góðan leik Tibor, Elmar, Björn Már og Arnþór. Næsti leikur liðanna verður í fyrramálið klukkan 10:30 og vonust við eftir sigri norðanmanna þar. ÁFRAM S.A.!!!!

SA Landsliðkonur

Hér má sjá myndir af SA stúlkunum sem völdust í Kvennalandsliðið hans Denna, þó vantar þarna myndir af Huldu Sigurðardóttur, Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttur og Snædísi Bjarnadóttur. Við óskum þeim öllum góðs gengis og til hamingju.

Flöskusöfnun verður mánudaginn 28, febrúar.

Mætum í Skautahöllina kl. 17.30. Fáum þar treyjur.........

Fyrirspurnir um hokkígalla til sölu

Til okkar berast stundum fyrirspurnir um hvort höfum notaða hokkígalla til sölu, núna vantar td. buxur og hjálm á byrjanda. Ef þú átt einhvern notaðan búnað til sölu, sendu okkur þá póst á galli@sasport.is og við skulum sjá hvort við getum ekki miðlað einhverju á milli manna, og eins geta þeir sem vantar notaðan búnað sent fyrirspurn á sama.

Athugasemd við ummæli í Coaches Corner

Viðar Garðarsson óskaði eftir að eftrifarandi athugasemdum yrði komið á framfæri hér á vefnum vegna skrifa Jans (o: "pirraða þjálfarans" :o) í lokakafla skrifa hans um leik SA SR 29. og 30. jan. 2005 í Coatches Corner

Breyttir æfingatímar!

Breyttar æfingar

23. febrúar 28. febrúar!!!!

Æfingar falla niður miðvikudaginn 23. febrúar

til kl. 18:00 vegna útfarar Magnúsar Einars Finnssonar formanns Skautafélags Akureyrar.

Allar æfingar falla niður föstudag 25. , laugardag 26. og sunnudag 27. febrúar vegna Íslandsmóts barna og unglinga í Reykjavík, þar sem allir þjálfarar verða þar við vinnu eða að keppa.

4. /5 . (gulur, rauður) flokkur mæti á æfingu mánudaginn 28. febrúar kl. 17:00-18:00 ásamt þeim úr 3. flokki sem ekki kepptu á barna og unglingamótinu og verður þá undirbúningur fyrir Akureyrarmót.

4. / 5. flokkur grænn, 6. /7. og gullflokkur mæti mánudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 19:00.

Með kveðju

stjórnin

Landslið kvenna valið!!

Sveinn Björnsson öðrunafni Denni. hefur valið leikmenn kvennalandsliðssins og eru þær hér nefndar.
Markmenn.

Maria Fernanda RayesSA
Gyða Björg SigurðardóttirBjö


Varnarmenn

Hrafnhildur Ýr ÓlafsdóttirBjö
Kristín Sunna SigurðardóttirBjö
Lilja María SigfúsdóttirBjö
Bergþóra JónsdóttirBjö
Patricia Huld RyanSA
Jónina Margret GuðbjartsdóttirSA
Anna Sonja ÁgustsdóttirSA


Sóknarmenn

Flosrún Vaka JóhannesdóttirBjö
Sigrún Agatha ÁrnadóttirBjö
Vigdis AradóttirSA
Karitas Sif HalldórsdóttirBjö
Hanna Rut HeimisdóttirBjö
Birna BaldursdóttirSA
Hulda SigurdardóttirSA
Sólveg SmáradóttirSA
Steinunn Erla SigurgeirsdóttirSA
Jóhanna Sigurbjörg ÓlafsdóttirSA
Snædís BjarnadóttirSA
.

Liðið tekur síðan þátt í 4 deild heimsmeistarakeppni kvenna á Nýja Sjálandi í lok mars.

Áfram Ísland

S.A. tapaði

S.A. tapaði leik sínum gegn S.R. síðasta laugaradg lokatölur 4-3. Leikurinn var ekki hinn skemmtilegasti á að horfa, því bæði lið virkuðu frekar þunglamaleg.besti maður s.a. var mike markmaður og var það honum að þakka að ekki fór verr.