Karfan er tóm.
Vegna Mfl. leikja um helgina færast æfingatímar næsta sunnudags til sem hér segir:
6. og 7. Flokkur færist til kl. 19.00
4. og 5. Flokkur færist til kl. 20.00
Skautaskóli færist til næsta þriðjudags kl. 16.00
mfl.kvenna verður á mánud. kl. 21.00 en 2.fl. æfing sunnud. og mfl. æfing mánudag falla niður.
Meistaraflokkur karla spilar við SR í höllinni hér fyrir norðan á laugardag kl.17.00 og sunnudag kl. 10.00
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Skautahöllina á Akureyri laugardaginn 22. jan en þá var fólki boðið frítt á skauta í tilefni af heilsuátakinu "Einn, tveir og nú!". Milli átta og níu hundruð manns nýttu sér þetta góða boð sem Heilsueflingarráð og Skautahöllin stóðu fyrir. Veitingar voru í boði Nýju-Kaffibrennslunnar, Bakarísins við Brúna og Kexsmiðjunnar og eiga þau hrós skilið fyrir.
Um kvöldið stóð Krulludeild svo fyrir firmakeppni krullu þar sem 13 lið kepptu og var fjöldi manns í kringum þessa keppni (sjá nánar á curling.is ).
Vegna Íslandsmeistaramótsins núna um helgina (22.-23. janúar 2005) og þjálfara- og dómaranámskeiðs verða Iveta, Helga, Audrey, Heiða, Ásta og Erika ekki að þjálfa um helgina. Berglind Rós mun sjá um þjálfunina hjá bæði eldri og yngri flokkum ásamt stelpum úr 1. og 2. flokki sem munu aðstoða hana.
Einnig er breytt tímatafla hjá 1.-3. flokki!!!
Laugardagurinn 22. janúar
Kl. 9-10: 3. flokkur
Kl. 10-11: 1. og 2. flokkur
Sunnudagurinn 23. janúar
Kl. 17-18: 3. flokkur
Kl. 18-19: 1. og 2. flokkur
Það verður jazzballett á Bjargi fyrir 1.-3. flokk þriðjudaginn 18. janúar og þriðjudaginn 25. janúar á sömu tímum og voru fyrir áramót.
Ísland 8 S-afríka 1 og bronsið var okkar |
Ísland vann brons í kvöld með glæsilegum sigri á Suður afríku 8 - 1 strákarnir hrukku aftur í gang og sýndu sínar bestu hliðar eftir tvo slaka leiki gegn Mexíkó og Nýja Sjálandi, fyrir mótið var lið Suður Afríku álitið það sterkasta í mótinu þannig að sigurinn var sætur og liðið sýndi snilldar takta á köflum. Við verðlauna afhendingu á mótsslitum var Aron Leví Stefánsson kjörinn besti maður liðsins, Gauti Þormóðsson var stigahæsti maður mótsins með 14 stig 10 mörk og 4 stoðsendingar og Birkir Árnason var kjörinn besti varnarmaður mótsins. Nánar má lesa um leikinn á síðu IIHF www.iihf.com |