04.02.2005
Nú er fyrsta leiknum lokið og varð SA að lúta í lægra haldi þrátt fyrir þrumugóða byrjun þar sem þeir náðu ágætis forskoti í fyrsta leikhluta.
04.02.2005
Byrjunar leikurinn í öðrum hluta Íslandsmótsins í 4. flokki er í kvöld kl. 21.15 og það eru SA og Björninn sem þá eigast við, endilega verið dugleg að mæta og mynda góða stemmingu.
sjá dagskrá hér til hliðar
03.02.2005
Nú er komin á IHI vefinn ný krækja þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir og spekúleringar varðandi dóma,
smelltu hér til að skoða skemmtilegt framtak.
02.02.2005
Nú eru loksins komnar inn myndir frá Sparisjóðsmótinu 6. nóvember 2004!
02.02.2005
Allar æfingar hjá öllum flokkum listhlaupadeildar falla niður laugardaginn 5. febrúar vegna hokkímóts. Í staðinn fáum við sunnudaginn 13. febrúar og verður stundataflan þann dag eins og á laugardögum. ATH! Þá verða æfingar bæði laugardaginn 12. febrúar og sunnudaginn 13. febrúar.
30.01.2005
Já gott fólk S.A. tapaði öðrum leik liðana gegn S.R. loka tölur 3-16 eða eitthvað. S.A átti ekki góðan leik eins og sést má á tölum leiksins. Maður leiksins var án efa aðaldómarinn sem dæmdi mjög vel.......guð blessi hann. Næsti leikur verður gegn birninum í reykjarvík, og vonust við eftir betri úrslitum þar . ÁFRAM S.A.!!!!
29.01.2005
S.A. vann örugglega S.R. lokatölur 9-6. S.A. menn spiluðu vel og uppskáru góðan sigur. S.R. spilaði án Ingvars og Gústa danska, og verður það að segjast að liðið er ekki sjón að sjá án þeirra tveggja. Bestu menn S.A. voru allt liðið og bestu menn S.R. voru "Tékkinn" . Úlfar og Gummi súkkulaði. Næsti leikur verður á morgunn kl 10:00 og vonum við að fólk rífi sig á lappir og mæti. ÁFRAM S.A.!!!!
28.01.2005
Seinni leikur verður kl 10:00 á sunnudags morgunn