Narfi sýkn að öllum kröfum
Í dag var birtur dómur ÍSÍ í máli Bjarnarins gegn Narfa og segir í dómsorðum "Íshokkídeild Ungmennafélagsins Narfa er sýkn að öllum kröfum Skautafélagsins Bjarnarins" sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ
Í dag var birtur dómur ÍSÍ í máli Bjarnarins gegn Narfa og segir í dómsorðum "Íshokkídeild Ungmennafélagsins Narfa er sýkn að öllum kröfum Skautafélagsins Bjarnarins" sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ
Já gott fólk Meistaraflokkur S.A. fer suður um helgina að etja kappi við S.R. S.A. ætlar sér ekkert annað en sigur í þessum leik og hafa menn æft stíft fyrir þennan leik því menn ætla heldur betur að hefna fyrri leik liðanna í vetur. Leikurinn hefst kl 19:00 og vonum við að allir brottfluttir Akureyringar fjölmenni á leikinn og styðji sína menn. ÁFRAM S.A.!!!
Æfingar á ís eru sem hér segir, fös. 18.feb. kl. 21.30 til 22.30 lau. 19.feb. kl. 06.30 til 07.30 og sun. 20.feb. kl. 07.30 til 08.30.
Leikir helgarinnar í höllinni okkar hér fyrir norðan eru svo í Mfl.karla Narfi - Björninn lau. kl. 17.00 í Mfl.kvenna SA - Björninn lau. kl. 20.00 og á sunnudag kl. 10.00 Björninn - Narfi í mfl.karla.
Magnús Einar Finnsson, formaður Skautafélags Akureyrar, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 13. febrúar.
Skautafélag Akureyrar vottar eftirlifandi eiginkonu hans, fjölskyldu og öðrum aðstandendum sína dýpstu samúð.
Stjórn Skautafélags Akureyrar.
Meistaraflokkur S.A. fór til Reykjarvíkur að keppa við björninn. Fyrirfram var haldið að um erfiðan leik að ræða því S.A. mætti ekki með sitt sterkasta lið vegna leikbanna og meiðsla leikmanna. Hinnsvegar miðað við leik liðsins gegn Birninum mætti halda að S.A. höfðu mætt með sitt sterkasta lið lokatölur 14-5!! Bjarnarmenn áttu engin svör við "rauða herinn" og sýndu S.A. menn að þeir eru alls ekki "búnir á því" einsog fólk heldur úti í bæ. Mörk S.A. voru skoruð af Tibor 5, Bjössi 3, Gummi 3, Steini 2, og enginn annar en Simmi skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki. Ómar smári stóð á milli stanganna og átti hann stórleik í markinu. Reyndar áttu allir leikmenn liðsins góðan leik.ÁFRAM S.A:!!!!!!
Það fengust ekki nægjanlega margir foreldrar til fararinnar svo að því miður verðum við að aflýsa ferðinni. SORGLEGT en satt.
kv.........Stjórn Foreldrafélags
5. 6. og 7. flokk er boðið að koma að Þelamörk laugardagskvöldið 12. feb. kl. 18.30.
Þar munu krakkarnir leika sér í salnum, fara í sund og fá pizzu og kók og gista. Það sem þarf að taka með er: Dýna, svefnpoki, náttföt, tannbursti, sundföt, handklæði, leikfimiföt og morgunmat. Sælgæti er bannað. Foreldrar sjá um að keyra og sækja börnin. Ferðin er ókeypis og verður farin með þeim fyrirvara að við fáum einhverja foreldra með.
Foreldrafélagið