Stórar kýr

Eftirfarandi frétt birtist í Otago Daily Times.

4.FL. mót í laugardal um helgina

Nú er komið að því að 4.fl. og 4fl.b (5.fl.) fari suður í síðasta hluta Íslandsmótsins í þessum flokki. Þessi hluti fer fram í Laugardalnum og byrjar fyrir okkur á föstudagskvöld og klárast á sunnudagsmorgun. Smelltu hér til að skoða dagskrá mótsins Að venju fer hópurinn með rútu frá Skautahöllinni öðru hvoru megin við hádegi á föstudeginum og kemur til baka síðdegis á sunnudeginum (svona nokkurn vegin). Auðvitað sendum við svo öllum hópnum baráttukveðjur og óskum þeim góðrar ferðar og skemmtunar.

3-2 sigur gegn N-Kóreu !

Strákarnir knúðu fram sigur gegn N-Kóreu 3-2 (1-2)(1-0)(1-0) eftir að hafa farið ílla af stað!

Jón með 2, Birkir með 1

Íslenska karlalandsliðið tapaði opnunarleik sínum við Belga í dag. Leikurinn fór 3-4(1-2)(1-1)(1-1).

Landslið Kvenna: Ísland - Nýja Sjáland 4 - 4

Eftirfarandi var að berast með SMS. "Það fór 4-4 NZ jafnaði á 59:59, því miður héldum við þetta ekki út, við lentum 1-3 undir en komumst 4-3 yfir en síðan jafnaði NZ."

Bætum við eftir því sem við fáum upplýsingar!

Hvar eru stelpurnar?

Þótt seint sé í rassinn gripið viljum við að eftirfarandi komi fram. Kvennalandsliðið gistir á Southern Cross Hotel í Dunedin. Síminn þar er 477 0752 og faxið er 477 5776. Landsnúmerið er 64 og svæðisnúmerið er 03. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef á að sleppa 0-inu í svæðisnúmerinu. Þannig að síminn beint er þá:

00 64 3 4770752 herbergjaskipan er endurtekin undir meira

Landsliðið karla leikur æfingaleik við Gentofte

Í kvöld lék landslið karla æfingaleik við Gentofte sem liður í undirbúningi að heimsmeistarakeppninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á að horfa. Danir höfðu betur, 5-4, en jafnt var á öllum tölum upp í 3-3. Litlu munaði að drengjunum tækist að jafna á síðustu mínutunum.

Kvennalandsliðið tapaði fyrir Rúmenum

Æ svei-attanns stelpurnar náðu ekki að knýja fram sigur í leiknum við Rúmena. Leikurinn var jafn og spennandi en fjallað er nánar um hann á heimasíðu ÍHÍ. Leiknum lyktaði 0-2 (0-0)(0-2)(0-0).

Akureyrarmót 2005

Á morgun 2. apríl er Akureyrarmót í listhlaupi þar sem allir keppnisflokkar listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar keppa.  Mótið hefst kl. 9 og stendur til 13.  Foreldrafélagið mun vera með veitingar á vægu verði en aðgangur að mótinu er ókeypis.  Vonumst eftir að sjá sem flesta!

 


Undir tenglinum meira er svo dagskrá mótsins. 

Pavol Demitra kemur í heimsókn!

Þær ánægjulegu fréttir bárust i morgun að Pavol Demitra æskufélagi Jans Kobezda þjálfara S.A. ætlar að heimsækja félaga sinn síðar í þessum mánuði og eru líkur á að hann taki eina létta æfingu með S.A.  Ekki þarf að velkjast í vafa um að mjög góð mæting verði á þessa æfingu!