Gimli Cup: Garpar efstir

Garpar komust á toppinn í Gimli Cup í kvöld með góðum sigri á Fífunum.

Gimli Cup: Fjórða umferð

Fjórða umferð Gimli Cup fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 15. nóvember.

Valkyrjur unnu Björninn 5 - 0

Á laugardagskvöldið mættust Valkyrjur og Björninn en þetta var í annað skiptið sem liðin mætast í vetur.  Valkyrjur komu vel stemmdar til leiks og fóru nokkuð létt með gestina, stjórnuðu leiknum frá upphafi og hleyptu Birninum aldrei inn í leikinn.  Fyrsta lotan fór 2 – 0 og mörkin skoruðu þær Hrund Thorlacius og Kristín Björg Jónsdóttir.  Í 2. lotu juku Valkyrjur muninn um eitt mark, eftir gott skot frá bláu línunni frá Önnu Sonju Ágústsdóttur í „power play“.

Úrslit leikja nr. 3 og 4 í Bæjarverks-Mótinu

Leikur nr. 3 SR - SA 6 - 5 og leikur nr.4 Björninn - SA 7 - 6.

2.fl. SA tapaði seinni leik helgarinnar 4 - 3

Leikurinn í dag tapaðist með einu marki sem kom á síðustu sekúndum leiktímans. Mörk og stoð SA, Gunnar Darri 2/0, Jói 2/0, Andri 0/1 og Orri 0/1. 

Kvennaleikur í kvöld kl. 20:10

Í kvöld kl. 20:10 verður stórleikur hér í Skautahöllinni þegar Valkyrjur og Björninn eigast við annað skiptið í vetur og í fyrsta skiptið hér á heimavelli.  Fyrsti leikurinn fór fram um síðustu helgi fyrir sunnan og lauk honum með naumum 2-1 sigri Valkyrja. 
Leikurinn í kvöld verður án vafa bæði spennandi og skemmtilegur og stuðningsfólk SA sem og allt áhugafólk um íshokkí er eindregið hvatt til þess að láta sjá sig í höllinni.  Viðureignir þessara liða eru jafnan harðar og dramatískar en í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn skiptir hvert einasta stig máli.

Tveim leikjum lokið í Bæjarverks-Mótinu

Fyrri leikurinn  SA - Björninn fór 9 - 6 fyrir SA og seinni leikurinn Björninn - SR fór 5 - 9 fyrir SR.

2.fl. SA vann fyrri leik helgarinar 3 : 5

Mörk og stoð SA, Jói 2/0, Gunnar Darri 2/0, Andri Freyr 1/1 og Siggi 0/2. GÓÐIR SA ......

Bikarmót ÍSS

Umfjöllun N4 um LSA og Bikarmótið má sjá hér 

Mondor sokkabuxur o.fl.

Er með gott úrval af sokkabuxum Mondor, pils o.fl. fyrir skautara frá Everest. Upplagt að ath. hvort vantar fyrir keppnir sem framundan eru.

Rakel rakelb@simnet.is 6625260