Vantar aðstoð foreldra í grunnprófinu á morgun

Okkur vantar enn 6 sjálfboðaliða til að taka að sér klefavörslu og tónlistarstjórnun í grunnprófinu á morgun. Þeir semhafa tök á vinsamlegast hafið samband við hildajana@gmail.com Hér má sjá á hvaða tíma hvað vantar.

Bikarmót 765

Kominn ný nánari dagskrá með liðaskipan og fleiru.  sjá hér 765 Bikarmót DAGSKRÁ

ATH það eru þrír flipar í skjalinu sjá neðst í skjalinu.

MONDOR SKAUTABUXUR

Var að fá nokkrar MONDOR skautabuxur þið sem að þurfið nýjar buxur fyrir æfingabúðirnar þá er tilvalið að ath. um þær núna á meðan þær eru til, svo koma þær ekki aftur fyrr en í haust,  þær sem voru að byðja um buxur á síðasta móti  eru beðnar að hafa samband og nálgast þær sem fyrst..

kv. Allý - 8955804 / allyha@simnet.is

Grunnprófin á sunnudag

Þá fer að styttast í grunnprófin sem verða á sunnudag. ÍSS hefur nú þegar dregið um grunnprófsmynstur í þeim flokkum þar sem það á við og má sjá það ásamt tímatöflu nánar hér.

Gosið truflar krullumót

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur haft áhrif víða eins og fram hefur komið í fréttum. Krullufólk á leið á mót hefur orðið fyrir barðinu á ástandinu.

SA stelpur Íslandsmeistarar 2010

Í kvöld unnu SA stúlkur Björninn 0 - 4 í síðasta leik úrslitakeppninnar og hafa því unnið tvo leiki og eru þar með  ÍSLANDSMEISTARAR 2010.  (O:  Umfjöllun á ruv.is er hér. 

Æfingar falla niður á laugardag og sunnudag

Æfingar á laugardag og sunnudagsmorgun falla niður hjá öllum flokkum vegna hokkímóts. Æfingar á sunnudagskvöldið verða notaðar í grunnpróf ÍSS sem fram fer frá kl. 13-20. Sjá aðra frétt.

Vorsýning LSA 2010 sunnudaginn 25. apríl kl. 17:30

Upplýsingar varðandi Vorsýningu LSA 2010.

Búningaupplýsingar neðst í frétt.

765 Bikarmót á Akureyri um næstu helgi

Hægt er að skoða dagskrá næstu helgar með því að smella hér

Úrslitakeppni mfl.kv.: SA - Björninn 5-1 !!!

Annar leikur SA og Bjarnarins í úrslitakeppni meistaraflokks kvenna endaði með stórsigri heimaliðsins, SA skoraði 5 mörk gegn einu marki Bjarnarins. Glæsilegur sigur sem tryggir SA oddaleik um titilinn á fimmtudagskvöld. SA var betra liðið meirihluta leiksins.

SA - Björninn 5-1
Staðan í einvíginu 1-1
Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Egilshöll fimmtudagskvöldið 15. apríl.

3. leikhluti: SA-Björninn 3-0
2. leikhluti: SA-Björninn 0-1
1. leikhluti: SA-Björninn 2-0

SA
Guðrún Blöndal 1/1
Sarah Smiley 1/1
Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 0/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Hrund Thorlacius 1/0
Refsing: 26 mínútur
Varin skot: 14

Björninn
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Vala Stefánsdóttir 0/1
Refsingar: 10 mínútur
Varin skot: 33